Vlad Boer kom til landsins i gær eftir 32 tíma flug
Vlad Boer kom til landsins í gær eftir lang og stremmbið ferðalag frá Ástralíu. Vlad hafði alls verið á ferðalagi í um 40 tíma með stoppum en var hress meðað við aðstæður. Hann vildi fara beint upp í íþróttahús og skoða aðstæður og leist mjög vel á og var mjög hrifinn af þeirri staðreynd að með liðinu spila eingöngu heimamenn fyrir utan AJ. Við skruppum svo í sund ásamt AJ og var þetta þeirra fyrsta reynsla af alvöru heitum pottum og fannst þeim mikið til um. Það var samt mjög fyndið að sjá þá hlaupa úr sturtunni að pottunum enda höfðu þeir að orði að þeim hafði aldrei verið eins kalt á ævinni.
Fyrstu kynni mín af kappanum eru mjög góð enda virðist hann vera með rétta hugfarið og vita mikið um körfuknattleik. Hann er 29 ára og er því enginn nýgræðingur á þessu sviði, spilaði síðast Ástralíu en hefur ekki spilað í nokkra mánuði eftir að þeirri deild lauk. Vlad hefur þó æft nokkuð mikið síðan þá en mun auðvitað þurfa tíma til að komast í leikform. Vlad hefur einnig spilað í Rúmeníu en lið hans endaði í þriðja sæti í deildinni. Sú deild er nokkuð sterk en Vlad átti sitt besta tímabil þar og var með 23 stig og 12 fráköst í leik. Vlad mætir á stjörnuleikinn á dag sem gestur og ræðir betur við leikmenn og stjórnarmenn Keflavíkur.