Fréttir

Karfa: Hitt og Þetta | 29. mars 2008

Vordís og Lovísa eru á leið til Stokkhólms í boði Iceland Express

Vordís Heimisdóttir og Lovísa Falsdóttir duttu heldur betur í lukkupottinn í gær á leik Keflavíkur og Þórs. 
Þær voru valdar til að spreyta sig í borgar-skotleik Iceland Express í leikhléinu milli 3 og 4. leikhluta.
Það ótrúlega gerðist er að þær hittu báðar og unnu sér um leið ferð fyrir tvo til Stokkhólms.
Þær stöllur búa yfir mismunandi skotstíl en Lovísa æfir körfu með yngriflokkum Keflavíkur
en Vordís setti niður skemmtilegt "ömmuskot" eins og hún hefði aldrei gert annað.

Við óskum þeim til hamingju með vinningin og minnum á að borgar-skotleikurinn
verður í gangi út alla úrslitakeppnina bæði á karla og kvennaleikjum.

Á  úrslitaleik Keflavíkur og KR á morgun verður skotið upp ferðir til Parísar.

 

Vordís og Lovísa kátar eftir að hafa unnið sér inn ferð Stokkhólms í boði Iceland Express.

 

Stokkhólmur er á austurströnd Svíþjóðar og teygir sig yfir ellefu eyjar í sundinu.

Það gæti verið gaman spóka sig í miðbænum, Gamla stan, og upplifa hið goðsagnakennda sænska sumar þar sem
allir eru brúnir, ljóshærðir, bláeygðir og snyrtilega klæddir í litríkum fötum.

Innfæddir sækja mikið í skerjagarðinn á sumrin en þar er fjöldi lítilla eyja
með sumarhúsum eins og því sem sem Björn og Benny gistu í þegar þeir sömdu Dancing Queen 1976.

Frétt um leikinn af kk.is

Það má með sanni segja að Borgar-Skotið hafi hitt í mark í úrslitakeppnum Iceland Express deilda karla og kvenna í fyrra.

Iceland Express flýgur til margra spennandi borga og því þótti það sniðugt að setja á laggirnar skotleik
þar sem áhorfendum á leikjum í úrslitakeppnunum gefst kostur á því að skjóta ýmist frá þriggja stiga línunni
eða frá miðju upp á ferð fyrir tvo til einhverra af þessum fjölmörgu borgum sem Iceland Express býður upp á.

Það fá fjórir áhorfendur að spreyta sig í hverjum leik og það eru jafnt stuðningsmenn heimaliðsins sem og
aðkomuliðs. Það hefur skapast mikil stemning í kringum þessi skot og aðrir áhorfendur láta vel í sér heyra og
hvetja viðkomandi á meðan á þessu stendur.