Fréttir

Karfa: Karlar | 31. október 2008

Vörnin ekki til staðar gegn Blikum

Keflavík tapaði fyrir Breiðablik í Toyota höllinni í kvöld. Vörn liðsins var ekki uppá marga fiska því gestirnir skoruðu 107 stig gegn 86. stigum okkar manna. Erlendi leikmaður Breiðabliks Nemanja Sovic fór á kostum og setti niður 41. stig og var með 5/7 i þriggja en alls settu þeir niður 14 slíkar í kvöld á móti aðeins 6/26 hjá okkar mönnum.

Keflavík var í miklum villuvandræðum í leiknum, því þeir Siggi, Hörður og Gunnar E. fóru af velli með 5. villur. Jonni var ekki með vegna meiðsla.

Stigahæstur var Hörður með 21. stig og þeir Gunnar E. og Þröstur voru með 18. stig.

Næsti leikur liðsins er gegn Snæfell og fer leikurinn fram á Stykkishólmi á mánudaginn. 

Tölfræði leiksins.