Vörnin í síðari hálfleik gerði útslagið - Stutt viðtal við Söru Rún og Bryndísi
Keflavíkurstúlkur tryggðu sér sæti í úrslitaleik Poweradebikarsins í gær með naumum sigri á útivelli gegn Snæfell, 70-73. Keflavíkurstúlkur eltu nánast allan leikinn en með baráttuna að vopni höfðu þær sigur.
Sara Rún Hinriksdóttir, leikmaður Keflavíkur, sagði í samtali við heimasíðun Keflavíkur að það hafi verið vörnin í síðari hálfleik sem hafi gert útslagið. Aðspurð að því hvort gullið væri á leið til Keflavíkur lá ekki á svarinu; "Auðvitað stefnum við á gullið, gullið á heima í Keflavík!"
Eitthvað sem þú villt koma á framfæri til stuðningsmanna liðsins?
Já, hvet alla til þess að mæta í Höllina og styðja okkur!!
Bryndís Guðmundsdóttir var sammála Söru Rún hvað vörnina varðaði. "Við komum vel stemmdar og einbeittar til leiks, staðráðnar að komast í úrslit. Byrjuðum ekki nógu vel en vörnin okkar í seinni hálfleik réði úrslitum því við spiluðum mjög góða vörn."
Er gullið á heimleið?
Auðvitað ætlum við að taka gullið. Valur er þó með mjög gott lið og við þurfum að spila vel í 40 mínútur svo við vinnum.
Skilaboð til stuðningsmanna?
Já, endilega fyllum Höllina. Stuðningurinn skiptir miklu máli, bæði í bikar og deild og ég hvet bara fólk til að byrja að mæta á leikina okkar!!