Fréttir

Karfa: Karlar | 6. febrúar 2010

Ýmsar fréttir af karlaliði Keflavíkur

Keflvíkingar töpuðu fyrir Snæfelli í Hólminum á fimmtudagskvöld, en lokatölur leiksins voru 106-86. Afleitur leikur hjá Keflavíkurliðinu og óþarfi að dvelja við það. Þeir munu fyrir vikið koma dýrvitlausir til leiks á móti þeim í 4-liða úrslitum Subway-bikarsins á sunnudag klukkan 15:00.


Almar Guðbrandsson hefur ákveðið að flytja til Ísafjarðar og mun hann spila með KFÍ. Keflavík óskar Almari velfarnaðar og vonandi mun honum vegna vel fyrir Vestan.

Keflvíkingar hafa styrkt sig fyrir lokaátökin í deildinni með nýjum leikmanni. Sá heitir Urule Igbavboa, en hann er hávaxinn leikmaður, á 23. aldursári og er kappinn um 207sm. Faðir hans er nígerískur og móðir hans þýsk, en hann er með þýskt vegabréf sjálfur. Hann hefur alið sína ævi í Bandaríkjunum og spilaði þar með Valparaiso Crusaders háskólaliðinu. Hann hefur lítið spilað síðan hann hætti í háskóla í fyrra, en hefur verið duglegur að styrkja sig líkamlega. Hann á vonandi eftir að koma sterkur inn á lokakaflanum hjá Keflavík.