Yngri flokkarnir komnir á fulla ferð
Fyrstu fjölliðamót vetrarins fóru fram um s.l. helgi. A-lið stúlknaflokks lék í A-riðli sem fór fram í Njarðvík og B- liðið keppti í Hveragerði á laugardeginum. 8. flokkur kvenna lék í Smáranum og hafa því móti verið gerð skil hér á heimasíðunni. 8. flokkur karla lék á heimvelli í B-riðli og sýndu strákarnir augljósar framfarir frá fyrra ári, unnu tvo og töpuðu tveimur. 11. flokkur karla lék í DHL-höllinni í A-riðli og vann einnig tvo og tapaði tveimur. Þeir höfnuðu samt í 2. sæti riðilsins. Nánari úrslit:
Nú um helgina leika nokkrir flokkar. Strákarnir í minnibolta 11. ára leika í Toyota höllinni í A-riðli. 9. flokkur karla fer til Þorlákshafnar og leikur í A-riðli. 7. flokkur kvenna leikur í Hafnarfirði og 10. flokkur kvenna leikur í Grindavík, bæði í A-riðli. Leikjaplön helgarinnar: