Fréttir

Yngri leikmenn í landslið
Körfubolti | 22. apríl 2024

Yngri leikmenn í landslið

Sex leikmenn Keflavíkur í landslið Íslands

 

Landsliðsþjálfarar yngri landsliða KKÍ hafa valið sína lokahópa fyrir sumarið framundan og æfingar og verkefni ársins 2024. 

 

Um er að ræða 16-17 manna leikmannahópa sem æfa saman í sumar. Í hvert verkefni halda síðan 12 leikmenn hópsins en U15 liðin leika á alþjóðlegu móti í Finnlandi í byrjun ágúst og U16-U18-U20 liðin leika bæði á NM í lok júní/byrjun júlí og svo halda þau hvert á sitt EM, FIBA EuroBasket mót yngri liða í kjölfarið sem fram fara frá miðjum júlí fram í seinni hluta ágúst hjá síðasta liðinu.

 

6 leikmenn Keflavíkur voru valin í lokahóp yngri landsliða.

Alls eru valdir 130 leikmenn frá 23 íslenskum félögum og níu erlendum félögum eða skólum.

 

Óskum við þeim til hamingju með árangurinn og vegni þeim vel í komandi verkefnum.

 

Eftirtaldir leikmenn Keflavíkur skipa landslið Íslands 2024.

U15 stúlkna

Sigurlaug Eva Jónasdóttir · Keflavík

 

U16 drengja

Jökull Ólafsson · Keflavík

Bóas Orri Unnarsson · Keflavík / 1939 Can¬ari¬as, Spánn

 

U18 stúlkna

Hanna Gróa Halldórsdóttir · Keflavík

 

U20 stúlkna

Agnes María Svansdóttir · Keflavík

Anna Lára Vignisdóttir · Keflavík