Fréttir

Körfubolti | 19. desember 2005

Zlatko og AJ farnir heim

Eins og við sögðum frá um daginn þá er Zlatko Gocevski farinn frá félaginu. Zlatko náði ekki að sýna sitt rétta andlit með liðinu ef undan er skildir 3-4 leikir og var sameiginleg ákvörðun að hann hefði leikið sinn síðasta leik fyrir liðið. Hann hélt því heim í víkunni eins og ætlað var en kemur sem sagt ekki aftir eftir jól. Leit af eftirmanni hans stendur yfir og koma nokkrir til greina, þó ekkert sé ákveðið í þeim efnum.

AJ fór heim í fyrradag til að vera með sínum nánustu yfir jólin. Ekki fær hann langt frí því hann kemur aftur til landsins í milli jóla og nýárs vegna leiks Keflavíkur og Njarðvíkur sem er 30. des.

 

AJ og Zlatko í leik á móti Grindavík.