Vegna umræðu um miðasölu

Körfubolti | 21. júní 2021

Vegna umræðu um miðasölu

Vegna umræðu sem nú fer fram á Dominos spjallinu

Hörð orð í okkar garð hafa verið sett fram á Domins spjallinu vegna miðsölu fyrir leik 3 í úrslitaeinvígi Keflavíkur og Þórs. Við viljum benda á staðreyndir hér.

Í gær var sendur sér linkur á formann Þórs, linkur sem leiðir kaupanda inn á vefverslun Keflavíkur. Sá linkur var settur inn á opinbera Facebook síðu Þórsara í gærkvöldi. Fjöldi miða inn á þeim link var 30% af þeim miðum sem í boði eru á þennan leik. Vefverslunin hinsvegar réð ekki við álagið þegar miðar ætlaðir Keflvíkingum voru setti í loftið sem var um 90 mín eftir að Þórslinkur var settur í loftið. Á þeim tíma voru 52 miðar eftir sem hugsaðir eru fyrir gestaliðið. Við erum búnir að vera í sambandi við formann Þórs þannig að stjórn Þórs veit um framvindu mála. Þessir 52 miðar verða seldir til réttra aðila en þar sem síðan liggur enn niðri verður það gert með öðrum hætti, stjórn Þórs verður að taka ákvörðun um það.

Reglur KKÍ eru skýrar hvað þetta varðar og við erum ekki að fara á sveig við þær reglur.

  1. grein

"Gestalið í deildarkeppni og úrslitakeppni meistaraflokka skal ávalt eiga rétt á að kaupa 30% af seldum aðgöngumiðum á hvern leik. Þann rétt þarf að nýta í síðasta lagi 24 klst. fyrir auglýstan leiktíma."



Virðingarfyllst
Stjórn KKDK