Deildin

Keflavík og Körfuknattleiksdeild Keflavíkur (KKDK)

  • Póstfang: Pósthólf 11, 230 Keflavík, sími 421-3044
  • Netfang: karfan@keflavik.is
  • Heimasíða: www.Keflavik.is/karfan
  • KKDK er aðili að Körfuknattleikssambandi Íslands (KKÍ) og tekur þátt í keppni á vegum þess.
  • Iðkendur á vegum KKDK eru yfir 400 og keppni er stunduð í yfir 20 aldurs- og getuskiptum keppnisliðum.
  • KKDK er deild í Keflavík, íþrótta- og ungmennafélagi og þannig aðili að Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar (ÍRB) og Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ).
  • Keflavík er auk þess aðili að Ungmennasambandi Íslands (UMFÍ).
  • Framkvæmdastjóri Keflavíkur er Einar Haraldsson, s. 421-3044

UM HEIMASÍÐUNA

Heimasíðunni er stjórnað af stjórn körfuknattleiksdeildarinnar. Þó er ekki stíft eftirlit með efnisinnihaldi og vel getur verið að skoðanir komi fram sem eru ekki skoðanir stjórnarinnar. Ritstjórn er í höndum stjórnar en ýmsir aðilar, þar á meðal þjálfarar yngri flokka, hafa aðgang að síðunni og geta sett inn efni.

Heimasíðan er alfarið unnin í sjálfboðavinnu og ljóst má vera að einhverjir hnökrar séu á henni, hvort heldur þeir séu tæknilegir, útlitslegir eða efnislegir. Ekki mun takast að sinna öllu því starfi sem fram fer á vegum körfuknattleiksdeildarinnar, þó vissulega verði það reynt.

Áhugasamir eru hvattir til að taka þátt í að gera heimasíðuna að virkum vettvangi upplýsinga um körfuna í Keflavík. Síðan er í stöðugri vinnslu og öllum ábendingum, aðstoð og efni verður vel tekið. Látið í ykkur heyra!

 

Póstur sendist karfan@keflavik.is