Keflavík-Njarðvík
8 liða úrslit í Powerade bikarkeppni KKÍ Keflavík - Njarðvík
8 liða úrslit í Powerade bikarkeppni KKÍ Keflavík - Njarðvík
Keflavík kjöldró ÍR í Hertz Hellinum í Breiðholti í kvöld. Rúmlega klukkustundar töf varð á leiknum þar sem leikklukkan í húsinu virkaði ekki sem skyldi en þá er gott að eiga góða granna og búnaður úr Austurbergi var notaður við leikframkvæmdina. ÍR hefur ekki unnið Keflavík í Breiðholti í deildarkeppni úrvalsdeildar síðan í desember 2007
Í dag var dregið í jólahappdrætti körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hjá Sýslumanninum í Keflavík. Vinningarnir voru 46 talsins, hver öðrum glæsilegri. Hér að neðan gefur að lýta þau númer sem dregin voru út:
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við Bandaríkjamanninn Billy Baptist um að leika með liðinu eftir áramót. Mun hann koma í stað Stephen McDowel sem óskaði eftir því að vera leystur undan samningi um miðjan desember. Þessi 25 ára gamli leikmaður lék með Quincy háskólanum í heimalandi sínu áður en hann gekk til liðs við Unicaja á Spáni og svo Assignia. Þá lék hann með Crailsheim í Þýsku 2. deildinni, þeirri sömu og Hörður Axel Vilhjálmsson, á síðasta tímabili.
Svo kann að fara að Keflvíkingar nái að hefna ófaranna gegn Njarðvík í síðustu umferð Domino´s deildarinnar fyrr en áætlað var því liðin mætast í 8-liða úrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta.
Dregið verður í jólahappdrætti Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur föstudaginn 28. desember nk. hjá Sýslumanninum í Keflavík. Áætlað hafði verið að draga út þann 21. desember en vegna óviðráðanlegra ástæðna mun það ekki verða hægt.
Stórleikur mun fara fram í Toyotahöllinni í kvöld, en þá munum við taka á móti nágrönnum okkar úr Njarðvík. Leikurinn hefst kl.19.15. Kveikt verður á grillinu kl.18.30 og allir þeir sem kaupa sér j...
Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrrum leikmaður okkar Keflavíkur, er að gera stormandi hluti þessa dagana í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta og er mikill stígandi í hans leik. Á sama tíma er liðið hans MBC að komast á skrið en nú síðast sigraði liðið Artland Drekana 87-83 þar sem Hörður fór mikinn, skoraði 18 stig, hirti 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.