Fréttir

Gömlu keppurnar lögðu ÍG - Mæta Njarðvík
Karfa: Karlar | 15. nóvember 2012

Gömlu keppurnar lögðu ÍG - Mæta Njarðvík

Keflavík B og ÍG mættust í gærkvöld í Toyotahöllinni í Powerade bikarnum. Leikur þessi var umspil um leik gegn Njarðvík í 32ja liða úrslitum. Leikurinn var nokkuð jafn framan af eða þangað til í öðrum leikhluta þá náðu heimamenn 10 stiga forystu og leiddu með þeim mun í hálfleik 38:28.
Keflvíkingar héldu áfram að þjarma að Íþróttafélagi Grindavíkur og náðu mest 16 stiga forskoti. En gestirnir voru ekki af baki dottnir og komu sér aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta. Undir lok leiksins áttu gestirnir möguleika á að jafna en Jón Ágúst Eyjólfsson klikkaði á síðasta skoti leiksins og gömlu kepmurnar úr Keflavík hrósuðu sigri.

Hjá Keflavík voru mættir til leiks Falur Harðarson, Sverrir Þór Sverrisson, Guðjón Skúlason , Albert Óskarsson svo einhverjir séu nefndir. Það var Gunnar Einarsson hinsvegar sem var þeirra stigahæstur með 16 stig í þetta skiptið. Þrátt fyrir að vera búinn að leggja körfuboltaskónum að mestu á hilluna hefur Gunnar aldrei verið í betra líkamlegu formi og ennþá gli

Níu í röð hjá Keflavíkurstúlkum
Karfa: Konur | 15. nóvember 2012

Níu í röð hjá Keflavíkurstúlkum

Keflavíkurstúlkur héldu uppteknum hætti í gær þegar þær heimsóttu granna sína úr Grindavík og sigruðu 65-71. Þær hafa nú sigrað í fyrstu níu leikjum Domino´s deildarinnar. Verður ekki annað sagt en þetta unga og bráðskemmtilega lið líti vel út og sé til alls líklegt í vetur.

Gamlar kempur mæta á parketið
Karfa: Karlar | 14. nóvember 2012

Gamlar kempur mæta á parketið

Liðsmenn Keflavíkur B mæta á parketið í kvöld eftir mismikla pásu og spila við lið ÍG í bikarkeppni KKÍ. Leikurinn hefst kl 19.15 og gera má ráð fyrir miklu fjöri.

Í liði Keflavíkur B eru leikmenn eins og Guðjón Skúlason, Falur Harðarsson, Sigurður Ingimundarsson, Albert Óskarsson, Gunnar Einarsson, Sverri Þór Sverrisson ásamt fleiri gömlum kempum.

Heimasíðan hvetur alla Keflvíkinga til að láta sjá sig annað hvort í Toyota-höllinni eða í Grindavík þar sem stelpurnar leika í dominos-deildinni.

Grindavík - Keflavík í dominos-deild kvenna
Karfa: Konur | 14. nóvember 2012

Grindavík - Keflavík í dominos-deild kvenna

Stelpurnar spila við Grindavík í kvöld á útivelli. Stelpurnar eru ósigraðar í deildinni með 8 sigra og ekkert tap.

Aðrir leiki í kvöld í dominos-deild kvenna eru:

Domino´s deild kvenna, 19:15
Grindavík-Keflavík
Haukar-Njarðvík
Fjölnir-Snæfell
KR-Valur

Þess má til gamans geta að lið Keflavíkur B spilar líka í kvöld við Grindvíkinga. Sá leikur er í Toyota-höllinni og hefst klukkan 19.15.

Haukarnir lagðir í tvígang um helgina
Karfa: Konur | 12. nóvember 2012

Haukarnir lagðir í tvígang um helgina

Bæði strákarnir og stelpurnar sigruðu lið Hauka um helgina. Stelpurnar sigruðu Haukana í dominos-deildinni á laugardaginn 82-68 og sitja á toppi deildarinnar með 8 sigurleiki og engan tapleik. Stigahæst í liði Keflavíkur var sem svo oft áður Pálína með 19 stig. Strákarnir sigurðu svo Hauka í gær með 79-90 í fyrirtækjabikarnum og þar var Michael Craion með 26 stig en nýji leikmaðurinn Stephen McDowell var með 12 stig.

Haukarnir lagðir í tvígang um helgina
Karfa: Karlar | 12. nóvember 2012

Haukarnir lagðir í tvígang um helgina

Bæði strákarnir og stelpurnar sigruðu lið Hauka um helgina. Stelpurnar sigruðu Haukana í dominos-deildinni á laugardaginn 82-68 og sitja á toppi deildarinnar með 8 sigurleiki og engan tapleik. Stigahæst í liði Keflavíkur var sem svo oft áður Pálína með 19 stig. Strákarnir sigurðu svo Hauka í gær með 79-90 í fyrirtækjabikarnum og þar var Michael Craion með 26 stig en nýji leikmaðurinn Stephen McDowell var með 12 stig.

Giltner sagt upp - Stephen McDowell í hans stað
Körfubolti | 9. nóvember 2012

Giltner sagt upp - Stephen McDowell í hans stað

Keving Giltner, bandaríska skotbakverðinum í liði Keflavíkur, hefur verið sagt upp og mun hann því ekki leika fleiri leiki með liðinu á þessu tímabili. Gitlner þótti ekki standa undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar og þótti því farsælasta lausnin að láta leikmanninn fara.

Keflavík - Haukar í Dominos-deild kvenna
Karfa: Konur | 9. nóvember 2012

Keflavík - Haukar í Dominos-deild kvenna

Lið Hauka mætir í Toyota-höllina á morgun kl. 16.30. Stelpurnar eru taplausar í deildinni og við treystum því að ekki verði breyting þar á eftir leik morgundagsins.

Pálína er stigahæst okkar liðsmanna eftir fyrstu 7 leiki deildarinnar með 19,7 stig að meðaltali í leik. Sara Rún er frákastahæst eftir þessa leiki með 9,3 fráköst í leik.

Hvetjum alla til að mæta á morgun og horfa á okkar lið spila til sigurs.