Keflavíkurstúlkur taka á móti KR í kvöld - "Ætlum að halda áfram að standa okkur"
Keflavíkurstúlkur á móti KR í Toyotahöllinni í kvöld kl. 19.15 í Domino´s deild kvenna. Keflavík hefur hafið leiktíðina nánast óaðfinnanlega og eru sem stendur á toppi deildarinnar með 9 sigra en ekkert tap. Búast má við hörðum slag því svona góðri byrjun fylgir auðvitað sú staðreynd að öll lið deildarinnar vilja vera fyrst til að enda sigurgönguna.








