Sköllunum skellt - Fjórir sigrar í röð í deild
Keflvíkingar skelltu Skallagrími í Domino´s deild karla í körfuknattleik í gær, 81-72. Keflavík hafði undirtökin allan leikinn og leiddi með á bilinu 10 - 15 stigum mestan part. Undir lokin sóttu þó gestirnir hart að heimamönnum og fór um margan Keflvíkinginn, minnugir leiknum gegn KR fyrr á tímabilinu.