Fréttir

Keflavík tekur á móti Fjölni í kvöld
Karfa: Karlar | 1. nóvember 2012

Keflavík tekur á móti Fjölni í kvöld

Keflvíkingar taka á móti liði Fjölnis í kvöld í Toyota höllinni klukkan 19.15. Hvetjum alla stuðningsmenn Keflavíkur til að mæta og hvetja okkar lið til sigurs.

K-Borgarar að hætti P.Orra fyrir leik í VIP fyrir alla byrja klukkan 18.00.

Áfram Keflavík.

Keflavík þjófstartar þorranum á ný þann 12. janúar 2013
Karfa: Hitt og Þetta | 30. október 2012

Keflavík þjófstartar þorranum á ný þann 12. janúar 2013

Keflavík mun þjófstarta þorranum á nýjan leik með flottasta þorrablóti bæjarins þann 12. janúar 2013 en í fyrri tíð, fyrir árið 1700, þegar notast var við júlískt tímatal kennt við Júlíus Caesar, hófst þorri einmitt 9. til 15. janúar. Á boðstólnum verður ljúffengur og vandaður þjóðlegur matur og drykkir ásamt glæsilegri dagskrá.

10.flokkur drengja í A-riðil.
Karfa: Yngri flokkar | 22. október 2012

10.flokkur drengja í A-riðil.

Drengir í 10. flokki (10. bekkur grunnskólans) héldu til Sauðárkróks nýliðna helgi og léku fyrstu umferð Íslandsmótsins í sínum aldursflokki, en leikið er með fjölliðamótsfyrirkomulagi og mæta fimm...

Keflvíkingar taka á móti KR á fimmtudag
Karfa: Karlar | 17. október 2012

Keflvíkingar taka á móti KR á fimmtudag

Keflavík tekur á móti KR í Domino´s deild karla kl. 19.15 fimmtudaginn 18. október. Leikurinn er í Toyotahöllinni og má búast við hörðum slag. Bæði lið hafa hafið leiktíðina frekar illa en Keflavík hefur tapað báðum leikjum sínum í deildinni og KR, sem spáð var titlinum, hefur unnið einn og tapað einum.

Reykjanesbæjarslagur - Keflavíkurstúlkur mæta Njarðvík
Karfa: Konur | 17. október 2012

Reykjanesbæjarslagur - Keflavíkurstúlkur mæta Njarðvík

Keflavíkurstúlkur mæta nágrönnum sínum úr Njarðvík í Domino´s deild kvenna í kvöld. Leikurinn fer fram á heimavelli Njarðvíkur og hefst kl. 19.15. Hið unga lið Keflavíkur hefur hafið leiktíðina gríðarlega vel og unnið fyrstu þrjá leikina.

Project Internet for the Kanes
Körfubolti | 14. október 2012

Project Internet for the Kanes

Það tókst á dögunum, með undraverðum hætti, að laga internetið hjá könunum í mfl. karla í körfubolta. Leikmennirnir höfðu þá verið án internets í um viku þrátt fyrir upplýsingar frá Vodafone og Míl...

Vertu merktur Keflvíkingur
Karfa: Hitt og Þetta | 11. október 2012

Vertu merktur Keflvíkingur

Meistaraflokksráð Keflavíkur hefur hafið sölu á stórglæsilegum og vönduðum Keflavíkur derhúfum. Verðið fyrir húfurnar er 3000 kr. stk. en þær fást í bláum, hvítum og svörtum lit. Bláu húfurnar eru "adjustable" en hvítu og svörtu eru "one size fits most", eins og það er orðað. Keflavíkurmerkið er saumað í húfurnar og því um vandaða vöru að ræða.

Frá Keflavík til Atlanta Hawks - Upprisa Isma‘il Muhammad
Karfa: Hitt og Þetta | 4. október 2012

Frá Keflavík til Atlanta Hawks - Upprisa Isma‘il Muhammad

Þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar þeir erlendir leikmenn sem sendir eru heim frá Íslandi vegna getuleysis á körfuboltavellinum en komast svo til metorða hjá félögum í betri deildum. Þó eru þess einhver dæmi. Þó er eflaust ekkert dæmi eins sláandi og „hástökkvari“ áratugarins Isma‘il Muhammad, sem lék með okkur Keflvíkingum tímabilið 2006-07.