Sjö í röð hjá stelpunum
Keflvíkingar fengu botnlið Fjölnis í heimsókn í Toyota-höllina í gær í dominos-deild kvenna. Keflvíkingar höfðu þar sinn sjöunda sigur í röð á leiktíðinni en hann kom þó ekki vandkvæðalaust. Framlengja þurfti leikinn en Keflvíkingar reyndust mun sterkari í framlenginu og höfðu að lokum 10 stiga sigur, 79-69 lokatölur.








