Fréttir

Giltner sagt upp - Stephen McDowell í hans stað
Körfubolti | 9. nóvember 2012

Giltner sagt upp - Stephen McDowell í hans stað

Keving Giltner, bandaríska skotbakverðinum í liði Keflavíkur, hefur verið sagt upp og mun hann því ekki leika fleiri leiki með liðinu á þessu tímabili. Gitlner þótti ekki standa undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar og þótti því farsælasta lausnin að láta leikmanninn fara.

Keflavík - Haukar í Dominos-deild kvenna
Karfa: Konur | 9. nóvember 2012

Keflavík - Haukar í Dominos-deild kvenna

Lið Hauka mætir í Toyota-höllina á morgun kl. 16.30. Stelpurnar eru taplausar í deildinni og við treystum því að ekki verði breyting þar á eftir leik morgundagsins.

Pálína er stigahæst okkar liðsmanna eftir fyrstu 7 leiki deildarinnar með 19,7 stig að meðaltali í leik. Sara Rún er frákastahæst eftir þessa leiki með 9,3 fráköst í leik.

Hvetjum alla til að mæta á morgun og horfa á okkar lið spila til sigurs.

Góður sigur hjá strákunum
Karfa: Karlar | 8. nóvember 2012

Góður sigur hjá strákunum

Strákarnir voru rétt í þessu að tryggja sér sigur á liði Tindastóls í dominos-deildinni. Leikurinn endaði 84-92 og stigahæstu menn voru D.Lewis með 22 stig, M.Craion með 21 (17 fráköst) og hinn ungi Valur með 18 stig.

Siggi þjálfari var í viðtali við Kára Marísson á Tindastóll TV og sagðist ánægður með sína menn í kvöld og sáttur við að sækja tvö stig á erfiðan útivöll.

Næsti leikur hjá strákunum er gegn Haukum á sunnudaginn í fyrirtækjabikarnum.

Búið að draga í bikarnum
Karfa: Karlar | 8. nóvember 2012

Búið að draga í bikarnum

Í dag var dregið í fyrstu umferð bikarkeppni KKÍ og stelpunar mæta liði Hauka og strákarnir fá KR-inga í heimsókn. 16-liða úrslit kvenna verða leikin 17.-19. nóvember og 32-liða karla 30. nóvember - 3. desember. Það er því ljóst að fjörið byrjar snemma í ár og hvetjum við alla til að mæta og styðja okkar lið.

Strákarnir á norðurleið
Karfa: Karlar | 7. nóvember 2012

Strákarnir á norðurleið

Keflvíkingar spila á móti Þresti og félögum í Tindastól á morgun 8. nóvember. Keflvíkingar eru í 6-10 sæti á meðan Tindastólsmenn eru í botnsæti Dominos-deildarinnar.

Keflvíkingar hafa verið á góðri siglingu síðustu misseri og við vonum að svo verði á líka á morgun.

Leikurinn hefst klukkan 19.15.

Sjö í röð hjá stelpunum
Karfa: Konur | 7. nóvember 2012

Sjö í röð hjá stelpunum

Keflvíkingar fengu botnlið Fjölnis í heimsókn í Toyota-höllina í gær í dominos-deild kvenna. Keflvíkingar höfðu þar sinn sjöunda sigur í röð á leiktíðinni en hann kom þó ekki vandkvæðalaust. Framlengja þurfti leikinn en Keflvíkingar reyndust mun sterkari í framlenginu og höfðu að lokum 10 stiga sigur, 79-69 lokatölur.

Miðasala á þorrablót Keflavíkur fer vel af stað
Karfa: Karlar | 2. nóvember 2012

Miðasala á þorrablót Keflavíkur fer vel af stað

Miðasalan fer vel af stað á þorrablót Keflavíkur sem haldið verður 12. janúar n.k. Þorrablótsnefndin hvetur alla keflvíkinga og að sjálfsögðu alla aðra til að tryggja sér miða á þennan frábæra viðb...

Keflavík sigraði Fjölni
Karfa: Karlar | 2. nóvember 2012

Keflavík sigraði Fjölni

Keflvíkingar sigruðu Fjölni í gær með 91 stigi gegn 69. Keflavík lagði grunn að góðum sigri með mjög góðri frammistöðu í þriðja leikhluta. Þetta er annar sigur Keflavíkur í deildinni. Michael Graio...