Keflavík semur við Michael Craion
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við bandaríska leikmanninn Michael Craion um að leika með félaginu á komandi tímabili. Michael er um 196 cm kraftframherji og vegur um 100 kg. Verður honum ætlað það hlutverk í vetur hjálpa Almari Guðbrandssyni, Snorra Hrafnkelssyni og Andra Þór Skúlasyni undir körfunni.