Keflavík semur við Kevin Giltner
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gert samning við Bandaríkjamanninn Kevin Giltner fyrir komandi tímabil í Domino´s deildinni í körfubolta. Giltner er 197 cm á hæð og getur leikið í stöðu bakvarðar og lítils framherja. Giltner, sem er 23 ára, hefur leikið sl. fjögur tímabil með liði Wofford Terriers í bandaríska háskólaboltanum. Síðasta árið sitt í skóla lék hann að meðaltali 38 mínútur í leik, skoraði 15 stig, tók fjögur fráköst og gaf tvær stoðsendingar.








