Fréttir

9. flokkur körfu á leið erlendis
Karfa: Yngri flokkar | 22. júní 2012

9. flokkur körfu á leið erlendis

Fyrir margt löngu tók unglingaráð körfuknattleiksdeildar Keflavíkur þá ákvörðun að framvegis skyldu krakkar sem léku í 9. flokki, sem er 9. bekkur grunnskólans, sækja æfingabúðir eða mót erlendis. ...

Snorri Hrafnkelsson semur við Keflavík
Karfa: Karlar | 20. júní 2012

Snorri Hrafnkelsson semur við Keflavík

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gert samning við Snorra Hrafnkelsson um að leika með liðinu næstu tvö tímabil. Snorri er uppalinn hjá Breiðablik en kappinn er 18 ára og 200 cm að hæð, sem gerir honum kleift að spila bæði í stöðu kraftframherja og miðherja.

Sjö skrifa undir
Karfa: Konur | 7. júní 2012

Sjö skrifa undir

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gengið frá samningum við sjö leikmenn mfl.kvenna. En það eru þær frá vinstri: Soffía Rún Skúladóttir, Lovísa Falsdóttir, Thelma Lind Ásgeirsdóttir, Sandra Lind Þrastardóttir, Katrín Fríða Jóhannsdóttir, Aníta Eva Viðarsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. Með leikmönnunum á myndinni er þjálfarinn Sigurður Ingimundarson en hann tók við stýri kvennaliðsins af Fal Harðarsyni. Þess má til gamans geta að Bryndís Guðmundsdóttir, er komin heim á nýjan leik eftir stutta viðveru í Vesturbænum hjá KR.

11 titla tímabil að baki - 30 ár frá fyrstu titlunum
Karfa: Hitt og Þetta | 16. maí 2012

11 titla tímabil að baki - 30 ár frá fyrstu titlunum

Keppnistímabilið 1981-1982 stimplaði Körfuknattleiksdeild Keflavíkur sig með látum inn í íslenska körfuboltasögu, þegar fyrstu Íslands- og bikarmeistaratitlar í yngri flokkunum félagsins komu í hús...