Styttist í fyrstu leiki Domino´s deildarinnar
Nú eru rúmir tveir mánuðir þar til keppni hefst í Domino´s deildum karla og kvenna í körfuknattleik. Ljóst er að stórleikir eru í vændum hjá bæði karla og kvennaliði Keflavíkur í fyrstu umferð. Stúlkurnar munu hefja leik þann 3. október þegar þær mæta Haukastúlkum í Hafnarfirði en þann 7. október taka strákarnir á móti Íslandsmeisturum Grindavíkur í sannkölluðum Suðurnesjaslag.