Fréttir

Keflavíkurgoðsagnir leika í kvöld
Karfa: Karlar | 3. desember 2012

Keflavíkurgoðsagnir leika í kvöld

Goðsagnir Keflavíkur sem skipa Keflavík-B eiga leik í kvöld gegn Njarðvík í 32-liða úrslitum Poweradebikarsins í körfubolta. Leikurinn hefst kl. 18.30 og má búast við mikilli skemmtun. Eru allir körfuboltaáhugamenn hvattir til að fjölmenna á leikinn!

Veisla framundan!
Karfa: Karlar | 27. nóvember 2012

Veisla framundan!

Veisla er framundan fyrir körfuknattleiksáhugafólk en þá munu fjórir leikir fara fram á fimm dögum.

Þetta byrjar á morgun, miðvikudag, með grannaslag í Domino's deild kvenna en þá koma Njarðvíkurstelpur í heimsókn og hefst leikurinn klukkan 19.15.

Á fimmtudag koma Snæfellingar í heimsókn í Toyota-höllina og spila við strákana í Domino's deildinni og hefst sá leikur líka klukkan 19.15.

Á sunnudag spila strákarnir svo við KR-inga í vesturbænum í 32ja liða úrslitum bikarkeppni KKÍ. Í sömu keppni á mánudaginn tekur svo hið feiknasterka B-lið Keflavíkur á móti Njarðvíkingum.

Stjórn KKDK vill taka fram að þar sem leikur B-liðsins er skiptileikur og ekki í umsjá stjórnar KKDK þá munu allir þurfa að greiða aðgögnugjald, bæði ársmiðahafar og aðrir. Óvíst er hvort Damon Johnson muni spila þann leik en það mun koma í ljós um helgina, en að minnsta kosti mun Sigurður Þ. Ingimunarsson mæta og gert er ráð fyrir miklum svo stuðningsmenn eru hvattir til að mæta snemma. Heyrst hefur að í hálfleik

Veisla framundan!
Karfa: Konur | 27. nóvember 2012

Veisla framundan!

Veisla er framundan fyrir körfuknattleiksáhugafólk en þá munu fjórir leikir fara fram á fimm dögum.

Þetta byrjar á morgun, miðvikudag, með grannaslag í Domino's deild kvenna en þá koma Njarðvíkurstelpur í heimsókn og hefst leikurinn klukkan 19.15.

Á fimmtudag koma Snæfellingar í heimsókn í Toyota-höllina og spila við strákana í Domino's deildinni og hefst sá leikur líka klukkan 19.15.

Á sunnudag spila strákarnir svo við KR-inga í vesturbænum í 32ja liða úrslitum bikarkeppni KKÍ. Í sömu keppni á mánudaginn tekur svo hið feiknasterka B-lið Keflavíkur á móti Njarðvíkingum.

Stjórn KKDK vill taka fram að þar sem leikur B-liðsins er skiptileikur og ekki í umsjá stjórnar KKDK þá munu allir þurfa að greiða aðgögnugjald, bæði ársmiðahafar og aðrir. Óvíst er hvort Damon Johnson muni spila þann leik en það mun koma í ljós um helgina, en að minnsta kosti mun Sigurður Þ. Ingimunarsson mæta og gert er ráð fyrir miklum svo stuðningsmenn eru hvattir til að mæta snemma. Heyrst hefur að í hálfleik

Jólagjöfin í ár
Körfubolti | 24. nóvember 2012

Jólagjöfin í ár

JÓLAGJÖFIN Í ÁR!!!!!!
Hulstur fyrir Iphone4 og 4S með Keflavíkurmerkinu, eitthvað sem allir verða að eignast ;) Kvennaráð körfuboltans í Keflavík er að selja þetta til styrktar kvennakörfunnar í Kef, á aðeins 3000 litlar krónur sem er GJÖF EN EKKI GJALD!!!
Sendið okkur pantanir í skilaboð á Facebook.

Keflavíkurstúlkur taka á móti KR í kvöld - "Ætlum að halda áfram að standa okkur"
Karfa: Konur | 21. nóvember 2012

Keflavíkurstúlkur taka á móti KR í kvöld - "Ætlum að halda áfram að standa okkur"

Keflavíkurstúlkur á móti KR í Toyotahöllinni í kvöld kl. 19.15 í Domino´s deild kvenna. Keflavík hefur hafið leiktíðina nánast óaðfinnanlega og eru sem stendur á toppi deildarinnar með 9 sigra en ekkert tap. Búast má við hörðum slag því svona góðri byrjun fylgir auðvitað sú staðreynd að öll lið deildarinnar vilja vera fyrst til að enda sigurgönguna.

Keflavíkurderhúfur rjúka út
Karfa: Hitt og Þetta | 20. nóvember 2012

Keflavíkurderhúfur rjúka út

Meistaraflokksráð Keflavíkur hóf sölu á stórglæsilegum og vönduðum Keflavíkur derhúfum á leik Keflavíkur og Skallagríms sl. fimmtudag. Einnig voru til sölu vandaðar lyklakippur merktar Keflavík. Verður vart annað sagt en viðtökurnar hafi verið góðar því vörurnar ruku út og myndaðist biðröð eftir húfunum.

Keflavíkurstúlkur áfram í bikarnum
Karfa: Konur | 20. nóvember 2012

Keflavíkurstúlkur áfram í bikarnum

Keflavíkurstúlkur halda áfram á sigurbraut og síðasta fórnarlamb þeirra var lið Haukastúlkna í 16-liða úrsllitum Powerade-bikarkepppni KKÍ í Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Leikurinn endaði 84-89 Keflavík í vil.