Keflvíkingar eiga þriggjastiga- og troðslukónga Stjörnuleiksins
Stjörnuleikur KKÍ var haldinn í gær þar sem Domino´s liðið vann Icelandair liðið 148 - 122. Líkt og oft í þessum leikjum fór lítið fyrir varnarleik en þeim mun meira fyrir troðslum og þriggjastiga skotum. Samhliða leiknum var haldin þriggjastigakeppni og troðslukeppni. Við Keflvíkingar áttum að sjálfsögðu okkar menn í báðum keppnum, Magnús Þór Gunnarsson í þriggjastigakeppninni og Billy Baptist í troðslukeppninni. Fór það svo að báðir fóru með sigur af hólmi.