Fréttir

Keflvíkingar eiga þriggjastiga- og troðslukónga Stjörnuleiksins
Karfa: Karlar | 20. janúar 2013

Keflvíkingar eiga þriggjastiga- og troðslukónga Stjörnuleiksins

Stjörnuleikur KKÍ var haldinn í gær þar sem Domino´s liðið vann Icelandair liðið 148 - 122. Líkt og oft í þessum leikjum fór lítið fyrir varnarleik en þeim mun meira fyrir troðslum og þriggjastiga skotum. Samhliða leiknum var haldin þriggjastigakeppni og troðslukeppni. Við Keflvíkingar áttum að sjálfsögðu okkar menn í báðum keppnum, Magnús Þór Gunnarsson í þriggjastigakeppninni og Billy Baptist í troðslukeppninni. Fór það svo að báðir fóru með sigur af hólmi.

Suðurnesjaslagur í 4-liða úrslitum Poweradebikarsins
Karfa: Karlar | 15. janúar 2013

Suðurnesjaslagur í 4-liða úrslitum Poweradebikarsins

Það verður sannkallaður stórslagur í 4-liða úrslitum Poweradebikarins þegar Keflvíkingar fá granna sína úr Grindavík í heimsókn í karlaflokki. Þá fengu stelpurnar útileik gegn Snæfell.

Suðurnesjaslagur í 4-liða úrslitum Poweradebikarsins
Karfa: Konur | 15. janúar 2013

Suðurnesjaslagur í 4-liða úrslitum Poweradebikarsins

Það verður sannkallaður stórslagur í 4-liða úrslitum Poweradebikarins þegar Keflvíkingar fá granna sína úr Grindavík í heimsókn í karlaflokki. Þá fengu stelpurnar útileik gegn Snæfell.

Magz sjóðandi í góðum sigri
Karfa: Karlar | 11. janúar 2013

Magz sjóðandi í góðum sigri

Keflavík varð í kvöld fyrst liða í Domino´s deildinni til að ná sér í sigur á heimavelli Íslandsmeistara Grindavíkur. Magnús Þór Gunnarsson hitnaði heldur betur þegar Keflvíkingar létu 106 stigum rigna yfir gula Grindvíkinga, lokatölur 98-106 Keflavík í vil.

Byrjunarlið Grindvíkur: Jóhann Árni Ólafsson, Aaron Broussard, Samuel Zeglinski, Þorleifur Ólafsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson.
Byrjunarlið Keflavíkur: Billy Baptist, Valur Orri Valsson, Magnús Þór Gunnarsson, Darrel Keith Lewis og Michael Craion.

Keflavík áfram í bikarnum
Karfa: Karlar | 9. janúar 2013

Keflavík áfram í bikarnum

Keflvíkingar eru komnir í undanúrslit Powerade-bikarsins í körfubolta eftir sigur gegn grönnum sínum í Njarðvík, 102-91 í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík. Keflvíkingar voru ávallt með yfirhöndina og voru nokkuð vel að sigrinum komnir.

Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og þurfti Friðrik Stefánsson m.a. að fara í snemmbúna sturtu eftir að kappinn fékk tvær tæknivillur á skömmum tíma. Í hálfleik var staðan 55-41 fyrir heimamenn í Keflavík og forskotið orðin nokkuð þægilegt. Njarðvíkingar ætluðu ekki gefast upp og seinni hálfleikur var mun betur leikinn af þeirra hálfu. Þegar þeir þó virtust vera að ná Keflvíkingum þá skiptu þeir hreinlega um gír og juku forystuna á ný. Keflvíkingar kláruðu leikinn svo af vítalínunni eftir að lokasprettur Njarðvíkinga dugði ekki til. Keflvíkingar eru nú komnir í undanúrslit þar sem fyrir eru Grindvíkingar, Stjörnumenn og Snæfell.
Erlendu leikmenn Keflvíkinga léku afar vel í leiknum og þá sérstaklega Micael Craion sem skilaði svakalegum tölu

Keflavík-Njarðvík
Körfubolti | 4. janúar 2013

Keflavík-Njarðvík

8 liða úrslit í Powerade bikarkeppni KKÍ Keflavík - Njarðvík

Keflavík með sigur á nýju ári
Körfubolti | 3. janúar 2013

Keflavík með sigur á nýju ári

Keflavík kjöldró ÍR í Hertz Hellinum í Breiðholti í kvöld. Rúmlega klukkustundar töf varð á leiknum þar sem leikklukkan í húsinu virkaði ekki sem skyldi en þá er gott að eiga góða granna og búnaður úr Austurbergi var notaður við leikframkvæmdina. ÍR hefur ekki unnið Keflavík í Breiðholti í deildarkeppni úrvalsdeildar síðan í desember 2007

Búið að draga í jólahappdrætti KKDK
Karfa: Hitt og Þetta | 28. desember 2012

Búið að draga í jólahappdrætti KKDK

Í dag var dregið í jólahappdrætti körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hjá Sýslumanninum í Keflavík. Vinningarnir voru 46 talsins, hver öðrum glæsilegri. Hér að neðan gefur að lýta þau númer sem dregin voru út: