Grátlegt tap gegn Grindavík
Keflvíkingar töpuðu í gegn Grindavík í Toyotahöllinni í dag í 4-liða úrslitum Poweradebikarsins, 83-84. Það verða því aðeins stúlkurnar sem munu halda uppi heiðri Keflavíkur í bikarnum í ár en þær komust áfram í gær eftir nauman sigur gegn Snæfell.








