Fréttir

Stuðningsmenn Keflavíkur hvattir til að renna á Stykkishólm
Karfa: Konur | 26. janúar 2013

Stuðningsmenn Keflavíkur hvattir til að renna á Stykkishólm

Í þessum rituðu orðum eru Keflavíkurstúlkur á leið á Stykkishólm þar sem þær munu etja kappi við heimastúlkur í Snæfelli um sæti í úrslitum Poweradebikarsins. Leikurinn hefst kl. 15.00 og því hafa stuðningsmenn Keflavíkur enn tíma til að henda sér upp í rennireiðar sínar og skunda af stað. Koma svo Keflvíkingar, styðjum stúlkurnar til sigurs!

Höfum æft ákveðið og stíft - Stutt viðtal við Michael Craion
Karfa: Karlar | 25. janúar 2013

Höfum æft ákveðið og stíft - Stutt viðtal við Michael Craion

Á sunnudaginn kl. 15.00 í Toyotahöllinni mun Keflavík taka á móti nágrönnum sínum úr Grindavík í 4-liða úrslitum Poweradebikarsins. Búast má við harðri viðureign og ljóst að bæði lið munu gefa allt í leikinn. Keflvíkingar munu án efa nýta sér styrk Michael Craion til hins ítrasta en hann hefur verið burðarstólpi liðsins það sem af er vetri og átt hvern stórleikinn af fætur öðrum undanfarið. Þannig leiðir kappinn Keflavík í stigaskorun, fráköstum og vörðum skotum en hann hefur skorað 22 stig, tekið 13.5 fráköst og varið 2 skot að meðaltali í leik í vetur. Sannkallað ofurmenni!

Ef við erum allar saman í þessu kemur bikarinn heim til Keflavíkur - Stutt viðtal við Pálínu Gunnlaugsdóttur
Karfa: Konur | 25. janúar 2013

Ef við erum allar saman í þessu kemur bikarinn heim til Keflavíkur - Stutt viðtal við Pálínu Gunnlaugsdóttur

Keflavíkurstúlkur halda á Stykkishólm á morgun þar sem þær mæta Snæfelli í 4-liða úrslitum Poweradebikarsins kl. 15.00. Pálína Gunnlaugsdóttir, bakvörður- og fyrirliði Keflavíkur, segir að undirbúningur liðsins fyrir leikinn gangi vel. Pálína hefur leikið gríðarlega vel fyrir topplið Keflavíkur. Hún var valin leikmaður fyrri umferðarinnar í Domino´s deild kvenna á dögunum en það sem af er leiktíðinni er hún að skila 16 stigum, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Erum með Magnús Þór Gunnarsson í okkar liði ekki þeir - Stutt viðtal við Almar Guðbrandsson
Karfa: Karlar | 25. janúar 2013

Erum með Magnús Þór Gunnarsson í okkar liði ekki þeir - Stutt viðtal við Almar Guðbrandsson

Aðeins tveir dagar eru í leik Keflavíkur og Grindavíkur í 4-liða úrslitum poweradebikarsins. Leikurinn fer fram í Toyotahöllinni kl. 15.00 sunnudaginn 27. janúar. Undirbúningur liðsins fyrir leikinn hefur staðið yfir frá því flautað var til leiksloka í sigurleiknum við Stjörnuna. Almar Guðbrandsson segir leikmenn Keflavíkurliðsins vel stemmda fyrir leilkinn og ætla sér sigur.

Undirbúningur fyrir bikarleikinn gengur vel - Stutt viðtal við Söndru Lind
Karfa: Konur | 24. janúar 2013

Undirbúningur fyrir bikarleikinn gengur vel - Stutt viðtal við Söndru Lind

Keflavíkurstúlkur mæta Snæfelli í 4-liða úrslitum Poweradebikarsins nk. laugardag kl. 15.00 á Stykkishólmi. Keflavík hefur unnið alla leiki þessara liða í deildinni og ættu því að fara fullar sjálfstraust í leikinn, þó ljóst sé að um gífurlega erfiðan leik verður að ræða.

Fjör á æfingu í körfu hjá MB stúlkna 3. og 4. bekk
Karfa: Yngri flokkar | 24. janúar 2013

Fjör á æfingu í körfu hjá MB stúlkna 3. og 4. bekk

Í byrjun vikunnar leit Keflavik.is við á æfingu hjá Helenu og stelpunum í MB 3. og 4. bekk. Æfingin var í Heiðarskóla. Stelpurnar hafa tekið þátt í nokkrum mótum í vetur og æfingasókn hefur verið f...

Vörninn er lykillinn að sigri gegn Grindavík - Stutt viðtal við Darrel Lewis
Karfa: Karlar | 24. janúar 2013

Vörninn er lykillinn að sigri gegn Grindavík - Stutt viðtal við Darrel Lewis

Keflavík mætir grönnum sínum úr Grindavík í 4-liða úrslitum Poweradebikarsins í Toyotahöllinni kl. 15.00 nk. sunnudag. Darrel Lewis, leikmaður Keflavíkur, hefur verið virkilega sterkur á báðum endum vallarins fyrir Keflavík í vetur. Hann telur vörnina vera lykilinn að sigri í leiknum.

Keflavíkurstúlkur sluppu með að spila bara seinni hálfleikinn í nágrannarimmunni
Karfa: Konur | 24. janúar 2013

Keflavíkurstúlkur sluppu með að spila bara seinni hálfleikinn í nágrannarimmunni

Keflavíkurstúlkur sigruðu bikar og íslandsmeistara Njarðvíkur í Dominosdeild kvenna í gær með 99 stigum gegn 83 í Toyotahöllinni. Eftir að hafa nánast ekki mætt til leiks í fyrri hálfleik tókst heimastúlkum að vinna upp 14 stiga forskot gestanna með undraverðum hraða og að lokum innbyrða 16 stiga sigur.