Fjölmiðlafundi vegna Poweradebikarsins lokið
Fjölmiðlafundur sem KKÍ hélt á Hótel Nordica var að ljúka. Þar komu saman þjálfarar- og fyrirliðar liðanna fjögurra sem taka þátt í bikarúrslitaleikjunum á laugardaginn í Laugardalshöll.
Fjölmiðlafundur sem KKÍ hélt á Hótel Nordica var að ljúka. Þar komu saman þjálfarar- og fyrirliðar liðanna fjögurra sem taka þátt í bikarúrslitaleikjunum á laugardaginn í Laugardalshöll.
Eins og öllum Keflvíkingum ætti að vera orðið ljóst munu Keflavíkurstúlkur spila við Val í úrslitum Poweradebikarsins í Laugardalshöll nk. laugardag. Leikurinn hefst kl. 13.30 en með sigri geta Keflavíkurstúlkur bætt 13. bikartitlinum í troðfullt bikarsafn liðsins.
Bikarúrslitaleikur Keflavíkur og Vals í Poweradebikar kvenna fer fram kl. 13.30 nk. laugardag í Laugardalshöll. Forsala miða verður í Toyotahöllinni á miðvikudag og fimmtudag frá kl. 18.00 - 19.00 báða dagana, en 500 kr. ódýrara er að kaupa miða í forsölu en við innganginn.
Körfudrengir í 10. flokki Keflavíkur (15 og 16 ára drengir) léku um helgina þriðju umferð Íslandsmótsins og fór umferðin fram hér í Keflavík. Drengirnir léku fjóra leiki, unnu þrjá og töpuðu einum ...
Keflavík mætir KFÍ í Domino´s deild karla í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19.15 í Toyotahöllinni. Keflvíkingar hafa verið á miklu skriði á nýju ári og unnið alla leiki sína í deildinni, alla gegn liðum sem voru fyrir ofan þá í deildinni á þeim tíma. Nú mæta Keflvíkingar hins vegar liði sem er fyrir neðan þá í deildinni og því má velta því fyrir sér hvort leikmenn séu rétt stylltir fyrir leikinn. Ragnar Gerald Albertsson, leikmaður Keflavíkur, segir menn tilbúna í leikinn og vel stemmda.
Keflavík tekur á móti Val í Domino´s deild kvenna í kvöld kl. 19.15. Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi þess að Keflvíkingar fjölmenni á leikinn til að styðja stúlkurnar í vegferð þeirra að deildarmeistaratitlinum.
Keflavíkurstúlkur styrktu stöðu sína á toppi Domino´s deildarinnar með fræknum útisigri á Snæfell, 66-75, á laugardag. Viku áður höfðu þær farið í gegnum Snæfell á leið sinni í bikarúrslitaleik en Keflavík hefur nú sigrað alla fjóra leiki liðanna frá því þær lutu í lægra grasi í leiknum um meistara meistaranna. Keflavíkurstúlkur hafa nú sex stiga forskot á toppi deildarinnar og má segja að þær séu komnar með aðra höndina á deildarmeistaratitilinn og um leið heimaleikjaréttinn. Allt getur þó gerst enn.
Í kvöld fer fram stórleikur í Dominot´s deild karla´í DHL-höllinni í Vesturbænum þegar heimamenn í KR taka á móti Keflavík. Leikurinn hefst kl. 19.15 en um fjögurra stiga leik er að ræða milli liðanna í 5. og 6. sæti deildarinnar. Fyrirliði Keflavíkurliðsins, Magnús Þór Gunnarsson, hefur verið að hitnað undanfarið - ef frá er talinn bikarleikurinn við Grindavík. Hann segir leikmenn Keflavíkurliðsins búna að jafna sig á tapleiknum við Grindavík og þá hlakki til viðureignarinnar við KR.