Fréttir

Aðalfundur KKDK hefst kl. 21.00 í kvöld
Karfa: Hitt og Þetta | 30. janúar 2013

Aðalfundur KKDK hefst kl. 21.00 í kvöld

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur frestast um sirka 30 mínútur vegna Stjörnuleiks kvenna sem verður í Toyotahöllinni í kvöld. Því er áætlað að hefja fundinn kl. 21.00 í félagsheimili Keflavíkur á 2. hæð Toyotahallarinnar við Sunnubraut. Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf.

Grátlegt tap gegn Grindavík
Karfa: Karlar | 27. janúar 2013

Grátlegt tap gegn Grindavík

Keflvíkingar töpuðu í gegn Grindavík í Toyotahöllinni í dag í 4-liða úrslitum Poweradebikarsins, 83-84. Það verða því aðeins stúlkurnar sem munu halda uppi heiðri Keflavíkur í bikarnum í ár en þær komust áfram í gær eftir nauman sigur gegn Snæfell.

Þurfum að eiga toppleik í vörninni - Stutt viðtal við Val Orra Valsson
Karfa: Karlar | 26. janúar 2013

Þurfum að eiga toppleik í vörninni - Stutt viðtal við Val Orra Valsson

Á morgun taka Keflvíkingar á móti Grindavík í 4-liða úrslitum Poweradebikarsins. Leikurinn hefst kl. 15.00 í Toyotahöllinni. Það yrði ekki amalegt ef drengirnir næðu að fylgja eftir góðum sigri stelpnanna í dag svo Keflavík eigi tvö lið í úrslitum. Valur Orri Valsson, leikstjórnandi Keflavíkur, hefur farið mikinn í vetur og verið einn besti íslenski leikmaður deildarinnar. Hann kveðst gríðarlega spenntur fyrir leiknum á morgun og vonast eftir því að stuðningsmenn Keflavíkur fjölmenni.

Keflavíkurstúlkur í bikarúrslit
Karfa: Konur | 26. janúar 2013

Keflavíkurstúlkur í bikarúrslit

Keflavíkurstúlkur voru rétt í þessu að tryggja sér farseðil í úrslitaleik Poweradebikarsins með stórkostlegum sigri á Snæfell á Stykkishólmi, 70-73. Keflavíkurstúlkur voru undir í byrjun leiks en með flottum fjórða leikhluta náðu þær frumkvæðinu í leiknum og tryggðu sér glæstan sigur.

Stuðningsmenn Keflavíkur hvattir til að renna á Stykkishólm
Karfa: Konur | 26. janúar 2013

Stuðningsmenn Keflavíkur hvattir til að renna á Stykkishólm

Í þessum rituðu orðum eru Keflavíkurstúlkur á leið á Stykkishólm þar sem þær munu etja kappi við heimastúlkur í Snæfelli um sæti í úrslitum Poweradebikarsins. Leikurinn hefst kl. 15.00 og því hafa stuðningsmenn Keflavíkur enn tíma til að henda sér upp í rennireiðar sínar og skunda af stað. Koma svo Keflvíkingar, styðjum stúlkurnar til sigurs!

Höfum æft ákveðið og stíft - Stutt viðtal við Michael Craion
Karfa: Karlar | 25. janúar 2013

Höfum æft ákveðið og stíft - Stutt viðtal við Michael Craion

Á sunnudaginn kl. 15.00 í Toyotahöllinni mun Keflavík taka á móti nágrönnum sínum úr Grindavík í 4-liða úrslitum Poweradebikarsins. Búast má við harðri viðureign og ljóst að bæði lið munu gefa allt í leikinn. Keflvíkingar munu án efa nýta sér styrk Michael Craion til hins ítrasta en hann hefur verið burðarstólpi liðsins það sem af er vetri og átt hvern stórleikinn af fætur öðrum undanfarið. Þannig leiðir kappinn Keflavík í stigaskorun, fráköstum og vörðum skotum en hann hefur skorað 22 stig, tekið 13.5 fráköst og varið 2 skot að meðaltali í leik í vetur. Sannkallað ofurmenni!