Fréttir

Dregið 28. desember í jólahappdrætti KKDK - Kíkið á vinningana!
Karfa: Hitt og Þetta | 18. desember 2012

Dregið 28. desember í jólahappdrætti KKDK - Kíkið á vinningana!

Dregið verður í jólahappdrætti Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur föstudaginn 28. desember nk. hjá Sýslumanninum í Keflavík. Áætlað hafði verið að draga út þann 21. desember en vegna óviðráðanlegra ástæðna mun það ekki verða hægt.

Keflavík-Njarðvík í kvöld
Karfa: Karlar | 13. desember 2012

Keflavík-Njarðvík í kvöld

Stórleikur mun fara fram í Toyotahöllinni í kvöld, en þá munum við taka á móti nágrönnum okkar úr Njarðvík. Leikurinn hefst kl.19.15. Kveikt verður á grillinu kl.18.30 og allir þeir sem kaupa sér j...

Hörður Axel að gera stormandi hluti í Þýskalandi
Karfa: Karlar | 12. desember 2012

Hörður Axel að gera stormandi hluti í Þýskalandi

Hörður Axel Vilhjálmsson, fyrrum leikmaður okkar Keflavíkur, er að gera stormandi hluti þessa dagana í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta og er mikill stígandi í hans leik. Á sama tíma er liðið hans MBC að komast á skrið en nú síðast sigraði liðið Artland Drekana 87-83 þar sem Hörður fór mikinn, skoraði 18 stig, hirti 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar.

10. flokkur drengja úr í bikarkeppni.
Karfa: Yngri flokkar | 8. desember 2012

10. flokkur drengja úr í bikarkeppni.

10. flokkur drengja fór í kvöld í Hellirinn í Breiðholtið og atti kappi við ÍR drengi í fyrstu umferð bikarkeppni 10.flokks drengja. (10. bekkur grunnskólans) Lið okkar fór mikið breytt í þennan le...

Uppselt á þorrablót Keflavíkur 2013
Karfa: Hitt og Þetta | 5. desember 2012

Uppselt á þorrablót Keflavíkur 2013

Uppselt er orðið á þorrablót Keflavíkur sem haldið verður í Toyotahöllinni þann 12. janúar 2013. Ljóst er að færri munu því komast að en vilja en miklum fjölda var bætt við frá árinu áður en það dugði skammt.

Keflavíkurpiltar mæta Hamri í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins
Karfa: Karlar | 5. desember 2012

Keflavíkurpiltar mæta Hamri í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins

Keflvíkingar voru rétt í þessu að dragast gegn Hamar í 16-liðar úrslitum Poweradebikarsins og mun leikurinn fara fram í Toyota-höllinni í Keflavík. Umferðin fer fram dgana 14. - 17. desember en óvíst er nákvæmlega hvenær umræddur leikur fer fram. Verðru það auglýst nánar síðar.

Keflavíkurgoðsagnir leika í kvöld
Karfa: Karlar | 3. desember 2012

Keflavíkurgoðsagnir leika í kvöld

Goðsagnir Keflavíkur sem skipa Keflavík-B eiga leik í kvöld gegn Njarðvík í 32-liða úrslitum Poweradebikarsins í körfubolta. Leikurinn hefst kl. 18.30 og má búast við mikilli skemmtun. Eru allir körfuboltaáhugamenn hvattir til að fjölmenna á leikinn!

Veisla framundan!
Karfa: Karlar | 27. nóvember 2012

Veisla framundan!

Veisla er framundan fyrir körfuknattleiksáhugafólk en þá munu fjórir leikir fara fram á fimm dögum.

Þetta byrjar á morgun, miðvikudag, með grannaslag í Domino's deild kvenna en þá koma Njarðvíkurstelpur í heimsókn og hefst leikurinn klukkan 19.15.

Á fimmtudag koma Snæfellingar í heimsókn í Toyota-höllina og spila við strákana í Domino's deildinni og hefst sá leikur líka klukkan 19.15.

Á sunnudag spila strákarnir svo við KR-inga í vesturbænum í 32ja liða úrslitum bikarkeppni KKÍ. Í sömu keppni á mánudaginn tekur svo hið feiknasterka B-lið Keflavíkur á móti Njarðvíkingum.

Stjórn KKDK vill taka fram að þar sem leikur B-liðsins er skiptileikur og ekki í umsjá stjórnar KKDK þá munu allir þurfa að greiða aðgögnugjald, bæði ársmiðahafar og aðrir. Óvíst er hvort Damon Johnson muni spila þann leik en það mun koma í ljós um helgina, en að minnsta kosti mun Sigurður Þ. Ingimunarsson mæta og gert er ráð fyrir miklum svo stuðningsmenn eru hvattir til að mæta snemma. Heyrst hefur að í hálfleik