Fréttir

Keflavíkur grillsvuntur til sölu
Karfa: Hitt og Þetta | 3. júlí 2013

Keflavíkur grillsvuntur til sölu

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur hafið sölu á þessum glæsilegum grillsvuntum og hvetur alla sanna Keflvíkinga til að ná sér í eins og eitt stykki.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við Davíð Þór í síma 869-6151 eða senda póst á david.thor.jonsson@gmail.com.

Almar framlengir við Keflavík
Karfa: Karlar | 3. júlí 2013

Almar framlengir við Keflavík

Almar Stefán Guðbrandsson, miðherji Keflavíkur, framlengdi samning sinn við félagið í gær. Almar lék rúmar 12 mínútur í leik á síðasta tímabili þar sem hann tók um 4 fráköst og skoraði 2.5 stig að meðaltali. Það er hins bæði trú stjórnar körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og leikmannsins sjálfs að mun meira búi í þessum stóra og stæðilega leikmanni. Bindur félagið þar að leiðandi miklar vonir við Almar á komandi tímabili. Eins og flestir vita er Almar uppalinn Keflvíkingur og má segja að kappinn "blæði bláu" eins og maðurinn sagði...

Gunnar Stefánsson ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Keflavíkur
Karfa: Karlar | 28. júní 2013

Gunnar Stefánsson ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Keflavíkur

Keflavík hefur gengið frá samningi við Gunnar Hafstein Stefánsson um að aðstoða Andy Johnston með þjálfun karlaliðs félagsins í vetur. Gunnar þarf vart að kynna fyrir stuðningsmönnum félagsins né áhugamönnum um íslenskan körfuknattleik enda kappinn með áralanga reynslu sem leikmaður Keflavíkur. Gunnar hóf að leika með meistaraflokki félagsins árið 1995 en lauk sínum ferli árið 2012. Gunnar lék allan sinn feril með Keflavík, að undanskildum tveimur árum, og er hann einn leikjahæsti leikmaður í sögu Keflavíkur. Sjórn körfuknattleiksdeildarinnar er gríðarlega ánægð með að Gunnar var tilbúinn í þetta verkefni þegar leitað var til hans enda þarf vart að fjölyrða um þá reynslu sem kappinn býr yfir auk þess sem hann þekkir alla innviði klúbbsins eins og best verður á kosið. Þó Gunnar sé hér að stíga sín fyrstu skref í þjálfun hjá meistaraflokki er kappinn enginn nýgræðingur á sviði þjálfunar þar sem hann hefur nokkra reynslu í þjálfun yngri flokka hjá félaginu.

17. júní kaffi Keflavíkur í Myllubakkaskóla
Karfa: Hitt og Þetta | 11. júní 2013

17. júní kaffi Keflavíkur í Myllubakkaskóla

Hið árlega kaffihlaðborð körfuknattleiksdeildar Keflavíkur verður á sínum stað í Myllubakkaskóla á 17. júní nk. Þar geta gestir gætt sér að gómsætum veitingum, s.s. heitum réttum, flatkökum og tertum ásamt rjúkandi heitu kaffi og gosi. Húsið opnar kl. 14.30 og er opið þar til dagskrá lýkur í skrúðgarðinum.

Pálína yfirgefur Keflavík
Karfa: Konur | 6. júní 2013

Pálína yfirgefur Keflavík

Í dag varð ljóst að Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur, mun ekki framlengja samning sinn við félagið. Samningaviðræður milli Keflavíkur og Pálínu hafa staðið yfir í talsverðan tíma og varð félaginu fljótlega ljóst að erfitt yrði að verða við óskum leikmannsins auk þess sem hennar hugur virtist stefna annað. Pálína gaf að lokum andsvar við tilboði Keflavíkur í dag með þeim rökum að hún vildi takast á við nýjar áskoranir en þakkaði félaginu þó um leið fyrir þau 6 góðu ár sem hún lék með liðinu. Hún vildi þó ekki gefa upp hver hennar næsti áfangastaður yrði.

Sumaræfingar yngri flokka - UPPFÆRT
Karfa: Yngri flokkar | 5. júní 2013

Sumaræfingar yngri flokka - UPPFÆRT

Sumaræfingar yngri flokka Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefjast mánudaginn 10. júní og eru frábær valkostur fyrir þá sem vilja "leika af fingrum fram" í sumar. Æft verður í tveimur hópum, „ eld...

Þröstur Leó semur til þriggja ára
Karfa: Karlar | 22. maí 2013

Þröstur Leó semur til þriggja ára

Þröstur Leó Jóhannsson skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við Keflavík. Þröst ættu allir Keflvíkingar að þekkja en hann lék með liðinu upp alla yngri flokka ásamt því að spila með meistaraflokki félagsins allt þar til hann ákvað að söðla um fyrir tveimur árum og leika með Tindastól.