Fréttir

Ljósanæturmót Geysis dagana 3. - 5. september
Karfa: Karlar | 23. ágúst 2013

Ljósanæturmót Geysis dagana 3. - 5. september

Ljósanæturmót Geysis í körfubolta verður haldið dagana 3. - 5. september í TM-Höllinni í Keflavík. Þrjú lið eru skráð til leiks í karlaflokki en það eru lið Keflavíkur, Grindavíkur og ÍR og þá eru tvö lið skráð til leiks í kvennaflokki en það eru Keflavík og Njarðvík. Mótið verður aðeins minna í sniðum en sl. ár þar sem Lengjubikarinn í körfubolta hefst snemma þetta árið.

Nýtt nafn á íþróttahús Keflavíkur - TM-Höllin
Karfa: Hitt og Þetta | 21. ágúst 2013

Nýtt nafn á íþróttahús Keflavíkur - TM-Höllin

TM undirritaði samstarfssamning við Körfuknattleiksdeild Keflavíkur á dögunum. Samningurinn felur í sér að heimavöllur liðsins að Sunnubraut 34 í Keflavík mun hér eftir bera nafnið TM Höllin, en heimavöllurinn mun bera þetta nafn næstu árin. Samningurinn felur meðal annars í sér samstarf um sölu trygginga en hluti iðgjalds þeirra sem tryggja hjá TM fyrir milligöngu eða vegna ábendinga félagsmanna KKDK rennur beint til KKDK í formi styrks.

Keflavík semur við Porsche
Karfa: Konur | 19. ágúst 2013

Keflavík semur við Porsche

Keflavík hefur samið við bandaríska bakvörðinn Porsche Landry um að leika með liðinu í vetur. Porsche lék með liði Houston Cougars í bandaríska háskólaboltanum, þar sem hún skoraði 16,6 stig og var með um 5 stoðsendingar að meðaltali í leik síðasta árið sitt.

Michael Craion spilar með Keflavík í vetur
Karfa: Karlar | 7. ágúst 2013

Michael Craion spilar með Keflavík í vetur

Keflavík gekk í dag frá samningi við Michael Craion um að hann leiki með liðinu á komandi vetri. Þrátt fyrir að gengi Keflavíkurliðsins hafi ekki verið nógu gott á síðasta tímabili var Michael einn af jákvæðu punktum tímabilsins. Honum óx gríðarlega ásmeginn þegar líða tók á tímabilið og endaði hann með 22 stig, 13 fráköst og 2 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Keflavíkur grillsvuntur til sölu
Karfa: Hitt og Þetta | 3. júlí 2013

Keflavíkur grillsvuntur til sölu

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur hafið sölu á þessum glæsilegum grillsvuntum og hvetur alla sanna Keflvíkinga til að ná sér í eins og eitt stykki.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við Davíð Þór í síma 869-6151 eða senda póst á david.thor.jonsson@gmail.com.

Almar framlengir við Keflavík
Karfa: Karlar | 3. júlí 2013

Almar framlengir við Keflavík

Almar Stefán Guðbrandsson, miðherji Keflavíkur, framlengdi samning sinn við félagið í gær. Almar lék rúmar 12 mínútur í leik á síðasta tímabili þar sem hann tók um 4 fráköst og skoraði 2.5 stig að meðaltali. Það er hins bæði trú stjórnar körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og leikmannsins sjálfs að mun meira búi í þessum stóra og stæðilega leikmanni. Bindur félagið þar að leiðandi miklar vonir við Almar á komandi tímabili. Eins og flestir vita er Almar uppalinn Keflvíkingur og má segja að kappinn "blæði bláu" eins og maðurinn sagði...

Gunnar Stefánsson ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Keflavíkur
Karfa: Karlar | 28. júní 2013

Gunnar Stefánsson ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Keflavíkur

Keflavík hefur gengið frá samningi við Gunnar Hafstein Stefánsson um að aðstoða Andy Johnston með þjálfun karlaliðs félagsins í vetur. Gunnar þarf vart að kynna fyrir stuðningsmönnum félagsins né áhugamönnum um íslenskan körfuknattleik enda kappinn með áralanga reynslu sem leikmaður Keflavíkur. Gunnar hóf að leika með meistaraflokki félagsins árið 1995 en lauk sínum ferli árið 2012. Gunnar lék allan sinn feril með Keflavík, að undanskildum tveimur árum, og er hann einn leikjahæsti leikmaður í sögu Keflavíkur. Sjórn körfuknattleiksdeildarinnar er gríðarlega ánægð með að Gunnar var tilbúinn í þetta verkefni þegar leitað var til hans enda þarf vart að fjölyrða um þá reynslu sem kappinn býr yfir auk þess sem hann þekkir alla innviði klúbbsins eins og best verður á kosið. Þó Gunnar sé hér að stíga sín fyrstu skref í þjálfun hjá meistaraflokki er kappinn enginn nýgræðingur á sviði þjálfunar þar sem hann hefur nokkra reynslu í þjálfun yngri flokka hjá félaginu.