Fréttir

17. júní kaffi Keflavíkur í Myllubakkaskóla
Karfa: Hitt og Þetta | 11. júní 2013

17. júní kaffi Keflavíkur í Myllubakkaskóla

Hið árlega kaffihlaðborð körfuknattleiksdeildar Keflavíkur verður á sínum stað í Myllubakkaskóla á 17. júní nk. Þar geta gestir gætt sér að gómsætum veitingum, s.s. heitum réttum, flatkökum og tertum ásamt rjúkandi heitu kaffi og gosi. Húsið opnar kl. 14.30 og er opið þar til dagskrá lýkur í skrúðgarðinum.

Pálína yfirgefur Keflavík
Karfa: Konur | 6. júní 2013

Pálína yfirgefur Keflavík

Í dag varð ljóst að Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur, mun ekki framlengja samning sinn við félagið. Samningaviðræður milli Keflavíkur og Pálínu hafa staðið yfir í talsverðan tíma og varð félaginu fljótlega ljóst að erfitt yrði að verða við óskum leikmannsins auk þess sem hennar hugur virtist stefna annað. Pálína gaf að lokum andsvar við tilboði Keflavíkur í dag með þeim rökum að hún vildi takast á við nýjar áskoranir en þakkaði félaginu þó um leið fyrir þau 6 góðu ár sem hún lék með liðinu. Hún vildi þó ekki gefa upp hver hennar næsti áfangastaður yrði.

Sumaræfingar yngri flokka - UPPFÆRT
Karfa: Yngri flokkar | 5. júní 2013

Sumaræfingar yngri flokka - UPPFÆRT

Sumaræfingar yngri flokka Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefjast mánudaginn 10. júní og eru frábær valkostur fyrir þá sem vilja "leika af fingrum fram" í sumar. Æft verður í tveimur hópum, „ eld...

Þröstur Leó semur til þriggja ára
Karfa: Karlar | 22. maí 2013

Þröstur Leó semur til þriggja ára

Þröstur Leó Jóhannsson skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við Keflavík. Þröst ættu allir Keflvíkingar að þekkja en hann lék með liðinu upp alla yngri flokka ásamt því að spila með meistaraflokki félagsins allt þar til hann ákvað að söðla um fyrir tveimur árum og leika með Tindastól.

Andy Johnston þjálfar Keflavík næstu tvö árin
Karfa: Karlar | 22. maí 2013

Andy Johnston þjálfar Keflavík næstu tvö árin

Keflavík hefur gengið frá samningi við Andy Johnston um að þjálfa karla- og kvennalið félagsins næstu tvö árin. Andy er 48 ára Bandaríkjamaður sem hefur mikla reynslu sem þjálfari en síðastliðin fimm ár hefur hann verið aðstoðarþjálfari hjá St. Francis College í NCAA í Bandaríkjunum. Tímabilið 2007-2008 þjálfaði hann lið PUHU í 1. deildinni í Finnlandi við góðan orðstír en vegna fjárhagsörðugleika hélt hann ekki áfram með liðið. Fram að tímabilinu í Finnlandi þjálfaði hann hjá hinum ýmsu háskólum í Bandaríkjunum.

Andy Johnston þjálfar Keflavík næstu tvö árin
Karfa: Konur | 22. maí 2013

Andy Johnston þjálfar Keflavík næstu tvö árin

Keflavík hefur gengið frá samningi við Andy Johnston um að þjálfa karla- og kvennalið félagsins næstu tvö árin. Andy er 48 ára Bandaríkjamaður sem hefur mikla reynslu sem þjálfari en síðastliðin fimm ár hefur hann verið aðstoðarþjálfari hjá St. Francis College í NCAA í Bandaríkjunum. Tímabilið 2007-2008 þjálfaði hann lið PUHU í 1. deildinni í Finnlandi við góðan orðstír en vegna fjárhagsörðugleika hélt hann ekki áfram með liðið. Fram að tímabilinu í Finnlandi þjálfaði hann hjá hinum ýmsu háskólum í Bandaríkjunum.

Ingunn, Sara, Bryndís, Pálína og Magnús í landsliðið
Karfa: Konur | 22. maí 2013

Ingunn, Sara, Bryndís, Pálína og Magnús í landsliðið

Þjálfarar A-landsliðanna í körfubolta hafa valið þá 12 leikmenn sem munu leika fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum sem hefjast í 26. maí næstkomandi og fara fram í Lúxemborg. Keflvíkingar eiga fimm fulltrúa sem verða með í för. Þetta eru þær Sara Rún Hinriksdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir hjá kvennaliðinu og Magnús Þór Gunnarsson hjá körlunum.