Lokahóf yngri flokka á fimmtudag kl.18.00
Lokahóf yngri flokka fer fram í Toyota höllinni fimmtudaginn 16. maí kl. 18.00 . Þar verða iðkendum veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur og iðjusemi á leiktíðinni sem nú er að enda, auk þess ...
Lokahóf yngri flokka fer fram í Toyota höllinni fimmtudaginn 16. maí kl. 18.00 . Þar verða iðkendum veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur og iðjusemi á leiktíðinni sem nú er að enda, auk þess ...
Auka aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var haldinn í gærkvöldi í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Farið var yfir uppfærða stöðu mála deildarinnar (milliuppgjör), ásamt því að kosið var til formanns, meðstjórnenda og varastjórnar.
Undirbúningur fyrir næstu tímabil stendur yfir þessa stundina í herbúðum félagsins. Liður í því er m.a. að gera samninga við unga og efnilega leikmenn sem félagið bindur væntingar til og vonast eftir að verði burðarstólpar í liðinu þegar fram í sækir.
Lokahóf KKí var haldið á laugardaginn síðastliðin í Laugardalshöll. Að venju var dagskráin flott og voru Keflvíkingar einnig duglegir að sanka að sér verðlaunum. Þar var Pálína María Gunnlaugsdóttir m.a. sigursæl, en hún var valin besti leikmaður Dominos deildar kvenna, varnarmaður ársins og í 5 manna lið Dominos deildar kvenna.
Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur 2013 var haldið á föstudaginn síðastliðin og fóru herlegheitin fram í Toyota höllinni.
Keflvíkingar halda lokahóf sitt í kvöld í félagsheimili Keflavíkur í Toyotahöllinni. Dagskrá kvöldsins verður með hefðbundnu sniði en auk verðlaunaafhendingar verða sýnd atriði frá meistaraflokkum félagsins ásamt því að Valdimar Guðmundsson og Björgvin Ívar Baldursson munu leika nokkur lög.
Keflavík er Íslandsmeistari í Domino’s deild kvenna eftir sigur gegn KR í kvöld, 70-82. Keflavík vann þar með úrslitaeinvígið 3-1. Leikurinn var jafn og spennandi lengst af en Keflavík seig fram úr á lokasprettinum og vann frábæran sigur. Þetta er í fimmtánda sinn sem Keflavík hampar Íslandsmeistaratitlinum en liðið varð líka Bikarmeistari og deildarmeistari. Ótrúleg sigurganga liðsins sem virðist hreinlega aldrei ætla að stoppa.
Keflavík samdi á dögunum við tvo nýja leikmenn til að leika með liðinu á komandi tímabili.