Fréttir

Ingunn, Sara, Bryndís, Pálína og Magnús í landsliðið
Karfa: Karlar | 22. maí 2013

Ingunn, Sara, Bryndís, Pálína og Magnús í landsliðið

Þjálfarar A-landsliðanna í körfubolta hafa valið þá 12 leikmenn sem munu leika fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum sem hefjast í 26. maí næstkomandi og fara fram í Lúxemborg. Keflvíkingar eiga fimm fulltrúa sem verða með í för. Þetta eru þær Sara Rún Hinriksdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir hjá kvennaliðinu og Magnús Þór Gunnarsson hjá körlunum.

Ingunn Embla framlengir
Karfa: Konur | 18. maí 2013

Ingunn Embla framlengir

Keflvíkingar framlengdu í dag samningi við hina bráðefnilegu Ingunni Emblu Krístínardóttur sem lék stórvel í hlutverki leikstjórnanda hjá Keflavíkurstúlkum í vetur. Ingunn Embla sem átti frábært tímabil með bikar-, deildar- og Íslandsmeisturunum í vetur er aðeins 18 ára og á því sannarlega framtíðina fyrir sér en stúlkan var á dögunum valin efnilegasti leikmaður Keflavíkurstúlkna í vetur.

Stelpubúðir KKÍ og Domino´s í Toyotahöllinni á laugardag
Karfa: Konur | 16. maí 2013

Stelpubúðir KKÍ og Domino´s í Toyotahöllinni á laugardag

Næsta laugardag munu KKÍ og Domino´s standa að stelpubúðum fyrir 10 ára og eldri en stelpurnar munu þá æfa með íslenska landsliðinu. Æfingin fer fram í Toyota-höllinni í Keflavík næsta laugardag kl. 10:00.

Lokahóf yngri flokka á fimmtudag kl.18.00
Karfa: Yngri flokkar | 15. maí 2013

Lokahóf yngri flokka á fimmtudag kl.18.00

Lokahóf yngri flokka fer fram í Toyota höllinni fimmtudaginn 16. maí kl. 18.00 . Þar verða iðkendum veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur og iðjusemi á leiktíðinni sem nú er að enda, auk þess ...

Falur Harðarson nýr formaður KKD Keflavíkur
Körfubolti | 14. maí 2013

Falur Harðarson nýr formaður KKD Keflavíkur

Auka aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur var haldinn í gærkvöldi í íþróttahúsinu við Sunnubraut. Farið var yfir uppfærða stöðu mála deildarinnar (milliuppgjör), ásamt því að kosið var til formanns, meðstjórnenda og varastjórnar.

Fimm ungir og efnilegir skrifa undir hjá Keflavík
Karfa: Karlar | 8. maí 2013

Fimm ungir og efnilegir skrifa undir hjá Keflavík

Undirbúningur fyrir næstu tímabil stendur yfir þessa stundina í herbúðum félagsins. Liður í því er m.a. að gera samninga við unga og efnilega leikmenn sem félagið bindur væntingar til og vonast eftir að verði burðarstólpar í liðinu þegar fram í sækir.

Keflvíkingar sigursælir á lokahófi KKÍ
Körfubolti | 8. maí 2013

Keflvíkingar sigursælir á lokahófi KKÍ

Lokahóf KKí var haldið á laugardaginn síðastliðin í Laugardalshöll. Að venju var dagskráin flott og voru Keflvíkingar einnig duglegir að sanka að sér verðlaunum. Þar var Pálína María Gunnlaugsdóttir m.a. sigursæl, en hún var valin besti leikmaður Dominos deildar kvenna, varnarmaður ársins og í 5 manna lið Dominos deildar kvenna.

Lokahóf KKDK 2013 yfirstaðið
Karfa: Hitt og Þetta | 5. maí 2013

Lokahóf KKDK 2013 yfirstaðið

Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur 2013 var haldið á föstudaginn síðastliðin og fóru herlegheitin fram í Toyota höllinni.