Ingunn, Sara, Bryndís, Pálína og Magnús í landsliðið
Þjálfarar A-landsliðanna í körfubolta hafa valið þá 12 leikmenn sem munu leika fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum sem hefjast í 26. maí næstkomandi og fara fram í Lúxemborg. Keflvíkingar eiga fimm fulltrúa sem verða með í för. Þetta eru þær Sara Rún Hinriksdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir hjá kvennaliðinu og Magnús Þór Gunnarsson hjá körlunum.








