Fréttir

Þriðji leikur Keflavíkur og KR í kvöld - Grillum okkur í gang í góða veðrinu
Karfa: Konur | 26. apríl 2013

Þriðji leikur Keflavíkur og KR í kvöld - Grillum okkur í gang í góða veðrinu

Keflavíkurstúlkur taka á móti KR í þriðja leik úrslitaseríu Domino´s deildar kvenna í Toyotahöllinni í kvöld en leikurinn hefst kl. 19.15. Einvígið er jafnt, 1-1, og mikilvægt að sigurinn í kvöld falli Keflavíkurmegin. Grillin verða sett í gang um kl. 17.30 og fylgir gos og meðlæti með. Um að gera er fyrir fólk að mæta snemma en hamborgararnir hafa verið gríðarlega vinsælir undanfarið og er það mál manna að þar sé einstökum grillhæfileikum Ólafs Ásmundssonar helst að þakka. Svo góðir eru hamborgararnir að önnur lið eru þegar farin að bera víurnar í Ólaf, sem neitað hefur öllum gylliboðum. Þá verða bekkirnir sem eru í efri stúku settir niður en slíkt skapaði mikla stemmningu í oddaleik Keflavíkur og Vals í 4-liða úrslitum.

Keflavíkurstúlkur halda í Vesturbæinn í kvöld
Karfa: Konur | 24. apríl 2013

Keflavíkurstúlkur halda í Vesturbæinn í kvöld

Í kvöld fer fram 2. leikur Keflavíkur og KR í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í Domino´s deild kvenna. Hefst leikurinn kl. 19.15 á heimavelli KR-stúlkna í DHL-höllinni. Með sigri geta Keflavíkurstúlkur komist í 2-0 og því ljóst að um gríðarlega mikilvægan leik er að ræða. Eru allir Keflvíkingar hvattir til að kíkja á leikinn og gera sér glaðan dag enda um frábært einvígi tveggja bestu liða landsins að ræða. Eitt er víst að stúlkurnar gefa strákunum ekki tommu eftir og aðdáunarvert að fylgjast með dugnaði og metnaði þessarra stúlkna. Þær eiga því stuðning ykkar skilinn!

Keflavík framlengir við Andra, Hafliða og Ragnar
Karfa: Karlar | 24. apríl 2013

Keflavík framlengir við Andra, Hafliða og Ragnar

Á meðan Keflavíkurstúlkur heyja baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn er karlaliðið að hefja undirbúning fyrir næsta tímabil. Liður í því er að framlengja samning við þá leikmenn sem leikið hafa með liðinu. Þegar hafði verið framlengt við Darrel Lewis en í gær var gengið frá framlengingu við Andra Daníelsson, Hafliða Má Brynjarsson og Ragnar Gerald Albertsson en allir eru þeir á tuttugasta aldursári.

Keflvíkingar áfram í unglingaflokki eftir dramatískan sigur á KR
Karfa: Karlar | 23. apríl 2013

Keflvíkingar áfram í unglingaflokki eftir dramatískan sigur á KR

Keflvíkingar komust í kvöld áfram í unglingaflokki karla eftir dramatískan 88-84 sigur á KR í 8-liða úrslitum en leikurinn fór fram í Toyotahöllinni. Framlengja þurfti leikinn og voru það heimamenn sem voru sterkari aðilinn í framlengingunni þrátt fyrir að Andri Daníelsson og Valur Orri Valsson hafi verið komnir með 5 villur.

8 liða úrslit í Unglingaflokki karla klár
Karfa: Yngri flokkar | 22. apríl 2013

8 liða úrslit í Unglingaflokki karla klár

8 liða úrslit í Unglingaflokki karla liggja nú fyrir og nánast öllum leikjum deildarkeppninnar er lokið. Leikið var í tveimur 7 liða riðlum í vetur og léku Keflvíkingar í B-riðli þar sem þeir urðu ...

Styttist í fyrsta leik Keflavíkur og KR í úrslitum
Karfa: Konur | 19. apríl 2013

Styttist í fyrsta leik Keflavíkur og KR í úrslitum

Keflavíkurstúlkur taka á móti KR í fyrsta leik úrslitaseríu Domino´s deildar kvenna í Toyotahöllinni á morgun, laugardaginn 20. apríl. Leikurinn hefst kl. 16.00. Grillin verða sett í gang um kl. 15.00 og því flott að fá sér hamborgara og meðlæti fyrir leik. Þá verða bekkirnir sem eru í efri stúku settir niður en slíkt skapaði mikla stemmningu í oddaleik Keflavíkur og Vals í 4-liða úrslitum.