Keflavíkurstúlkur geta tryggt sér titilinn í kvöld - Stutt viðtal við Pálínu
Keflavíkurstúlkur halda í Vesturbæinn í kvöld þar sem þær leika gegn heimastúlkum í KR í úrslitaviðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn hefst kl. 19.15. Með sigri tryggja Keflavíkurstúlkur sér titilinn en sigri KR mun þurfa oddaleik á heimavelli Keflavíkur svo hægt verði að krýna nýja Íslandsmeistara.