Fréttir

Keflavík með silfur í minnibolta drengja
Karfa: Yngri flokkar | 17. apríl 2013

Keflavík með silfur í minnibolta drengja

Yngri flokkar Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur halda áfram að gera góða hluti en um s.l. helgi hafnaði Minnibolti dremgja í 2. sæti í úrslitum Íslandsmótsins og fengu peyjarnir því silfur um hálsi...

Oddaleikur gegn Val á þriðjudag - Grillum okkur í gang og styðjum stúlkurnar til sigurs!
Karfa: Konur | 15. apríl 2013

Oddaleikur gegn Val á þriðjudag - Grillum okkur í gang og styðjum stúlkurnar til sigurs!

Keflavíkurstúlkur taka á móti Val í oddaleik í 4-liða úrslitum Domino´s deildar kvenna í Toyotahöllinni þriðjudaginn 16. apríl. Stúlkurnar hafa tapað báðum heimaleikjum sínum en ætla að snúa við blaðinu á morgun með aðstoð og stuðningi frá öllum Keflvíkingum. Sýnum stelpunum stuðning og mætum til að hvetja og hafa gaman. Grillin verða sett í gang um kl. 17.30 og því flott að fá sér hamborgara og meðlæti fyrir leik. Þá verða bekkir settir niður og mun verða mynduð gryfja í húsinu sem myndar þá stemmningu sem stúlkurnar þurfa á að halda!

Keflavík Íslandsmeistari í 7. flokki stúlkna
Karfa: Yngri flokkar | 15. apríl 2013

Keflavík Íslandsmeistari í 7. flokki stúlkna

Stelpurrnar í 7. flokki urðu í Íslandsmeistarar í gær þegar þær lögðu Grindavík af velli í úrslitaleik 47-26 en úrslitamótið fór fram í Toyotahöllinni. Keflavík byrjaði leikinn af miklum krafti og ...

Áfram allt að gerast í yngri flokkunum um helgina
Karfa: Yngri flokkar | 12. apríl 2013

Áfram allt að gerast í yngri flokkunum um helgina

Fjörið heldur áfram í körfunni um helgina þegar tveir flokkar Keflavíkur leika lokamót sín í Toyotahöllinni og tveir flokkar halda í víking og leika lokamót sín á útivöllum. Í Keflavík verður leiki...

Keflavík er Íslandsmeistari í 7. flokki drengja
Körfubolti | 10. apríl 2013

Keflavík er Íslandsmeistari í 7. flokki drengja

7. flokkur drengja varð Íslandsmeistari s.l. sunnudagskvöld þegar þeir lögðu KRinga að velli í æsispennandi úrslitaleik 47-45 . Þar með lauk jafnframt frábærri úrslitahelgi í Toyotahöllinni þar sem...

Keflavíkurstúlkur þurfa ykkar aðstoð - Grillin sett í gang
Karfa: Konur | 8. apríl 2013

Keflavíkurstúlkur þurfa ykkar aðstoð - Grillin sett í gang

Keflavíkurstúlkur taka á móti Val í þriðja leik liðanna í 4-liða úrslitum Domino´s deildar kvenna í Toyotahöllinni þriðjudaginn 9. apríl. Nú er ekkert sem heitir og þurfa stúlkurnar allan þann stuðning sem mögulegur er. Nú viljum við Keflvíkingar sjá fullt hús! Sýnum stelpunum stuðning og mætum til að hvetja og hafa gaman. Grillin verða sett í gang um kl. 17.30 og því flott að fá sér hamborgara og meðlæti fyrir leik. Styðjum stelpurnar til sigurs - ÁFRAM KEFLAVÍK

Keflavík Íslandsmeistari í minnibolta stúlkna
Karfa: Yngri flokkar | 7. apríl 2013

Keflavík Íslandsmeistari í minnibolta stúlkna

Keflavíkurstúlkur urðu í dag Íslandsmeistarar í minnibolta 11. ára stúlkna eftir æsispennandi úrslitaleik gegn Grindavík í Toyotahöllinni en bæði lið voru ósigruð í 4. umferð fyrir þennan leik. Fjö...

Landsbankinn áfram aðalstyrktaraðili Keflavíkur
Karfa: Hitt og Þetta | 5. apríl 2013

Landsbankinn áfram aðalstyrktaraðili Keflavíkur

Á dögunum undirrituðu Landsbankinn og Körfuknattleiksdeild Keflavíkur nýjan samstarfssamning til þriggja ára. Landsbankinn hefur verið aðalstyrktaraðili körfuknattleiksdeildarinnar í yfir tveggja áratuga skeið og samstarfsið verið afar farsælt að sögn beggja aðila. Merki Krabbameinsfélags Suðurnesja mun áfram prýða búninga leikmanna og njóta góðs af velgengni liðsins. Landsbankinn afsalaði sér merkingum á búningunum og Keflavík valdi Krabbameinsfélagið í staðin. Bankinn greiðir áfram áheit fyrir hvern sigur á Íslandsmóti karla og kvenna.