Keflavík framlengir við Andra, Hafliða og Ragnar
Á meðan Keflavíkurstúlkur heyja baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn er karlaliðið að hefja undirbúning fyrir næsta tímabil. Liður í því er að framlengja samning við þá leikmenn sem leikið hafa með liðinu. Þegar hafði verið framlengt við Darrel Lewis en í gær var gengið frá framlengingu við Andra Daníelsson, Hafliða Má Brynjarsson og Ragnar Gerald Albertsson en allir eru þeir á tuttugasta aldursári.







