Fréttir

Keflavíkurstúlkur halda í Grindavík í kvöld
Karfa: Konur | 11. september 2013

Keflavíkurstúlkur halda í Grindavík í kvöld

Keflavíkurstúlkur mæta grönnum sínum í Grindavík í kvöld kl. 19.15 en leikurinn fer fram í Röstinni í Grindavík. Keflavíkurstúlkur töpuðu fyrsta leik sínum í keppninni gegn Val og þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld.

Keflvíkingar taka þátt í sterku móti í Svíþjóð næstu helgi
Karfa: Karlar | 9. september 2013

Keflvíkingar taka þátt í sterku móti í Svíþjóð næstu helgi

Karlalið Keflavíkur mun halda til Uppsala í Svíþjóð um næstu helgi þar sem liðið mun leika í gríðarlega sterku fjögurra liða móti sem ber nafnið "SEB USIF ARENA NORDIC CUP". Liðin í mótinu eru ásamt Keflavík, heimamenn í Uppsala Basket, finnska liðið Nilan Bisons og Íslendingaliðið Sundsvall Dragons en með því liði leika landsliðsmennirnir Jakob Örn Sigurðsson, Hlynur Bæringsson og Ægir Þór Steinarsson.

Sigur gegn Tindastól í fyrsta leik Lengjubikars
Karfa: Karlar | 9. september 2013

Sigur gegn Tindastól í fyrsta leik Lengjubikars

Keflvíkingar fóru með 97:74 sigur í TM-höllinni í kvöld þegar þeir fengu Tindastól í heimsókn í Lengjubikarnum. Leikurinn var ágætis skemmtun og bæði að hrista af sér sumarið og koma sér í gírinn fyrir átökin í vetur. Keflvíkingar leiddu með 7 stigum í hálfleik en í þeim þriðja þá tóku þeir gott áhlaup og komust í 20 stiga forystu sem Stólarnir náðu aldrei að brúa.

Mikil stemmning á Streetballmóti Domino´s
Karfa: Hitt og Þetta | 8. september 2013

Mikil stemmning á Streetballmóti Domino´s

Tólf lið skráðu sig til leiks á fyrsta Ljósanæturmótið í Streetball sem haldið var sl. föstudag af leikmönnum meistaraflokks karla í samstarfi við Domino´s. Keppt var í þremur flokkum og heppnaðist mótið vel.

Frábær mæting á fyrsta morgunverðarhlaðborð KKDK - Þökkum fyrir okkur
Karfa: Hitt og Þetta | 8. september 2013

Frábær mæting á fyrsta morgunverðarhlaðborð KKDK - Þökkum fyrir okkur

Það var sannkölluð Ljósanæturstemmning á fyrsta morgunverðarhlaðborði Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur í gær. Mætingin fór fram úr björtustu vonum en það voru rúmlega 300 gestir sem mættu og gæddu sér á gómsætum morgunmat. Á boðstólnum voru bacon, egg, vöfflur, pulsur, bakaðar baunir, ýmiskonar brauðmeti auk mikils úrvals gómsætra ávaxta.

Keflavíkurstúlkur sigurvegarar í Ljósanæturmóti Geysis
Karfa: Konur | 5. september 2013

Keflavíkurstúlkur sigurvegarar í Ljósanæturmóti Geysis

Keflavík sigraði nágranna sína í Njarðvík 61:53 í úrslitum Ljósanæturmótsins nú í kvöld. Leikurinn var að miklu leyti vel litaður af haustinu og ryðblettir á leik beggja liða. En þess vegna eru einmitt þessi mót, til þess að stilla strengi fyrir átökin miklu. Njarðvíkurstúlkur hófu leikinn betur og leiddu með 8 stigum í hálfleik 28:36. Hinsvegar tókst þeim grænklæddu aðeins að setja niður 17 stig í seinni hálfleik sem dugði þeim lítið gegn ríkjandi bikar og íslandsmeisturum Keflavíkur.