Keflvíkingar Lengjubikarmeistarar
Keflvíkingar áttu ekki í vandræðum með vesturbæjarlið KR í gær þegar liðin mættust í úrslitaleik Lengjubikarsins í Njarðvík. 89:58 var lokastaða leiksins og eins og tölurnar gefa til kynna þá var um að ræða rassskellingu þetta kvöldið. Keflavík vann leikinn verðskuldað, þeir börðust allt fram á síðustu sekúndu og voru einfaldlega klassanum betri en KR í þetta skiptið.






