Fréttir

Auðveldur sigur hjá stúlkunum gegn Stjörnunni
Karfa: Konur | 19. september 2013

Auðveldur sigur hjá stúlkunum gegn Stjörnunni

Keflavíkurstúlkur unnu auðveldan 35-83 sigur á Stjörnunni í Lengjubikar kvenna í gær en leikurinn var í Garðabæ. Stjörnusútlkur, sem leika í 1. deild áttu aldrei möguleika, og fór það svo að leiktíma Keflavíkurstúlkna var skipt tiltölulega jafnt.

KKDK óskar eftir hjálp stuðningsmanna
Karfa: Hitt og Þetta | 17. september 2013

KKDK óskar eftir hjálp stuðningsmanna

Kæru stuðningsmenn og konur,

KKDK óskar eftir hjálp frá stuðningsmönnum félagsins við að gera vistarverur erlendra leikmanna félagsins eins góðar og kostur er. Nú leitum við til ykkar sem eigið fullar geymslur og óskum eftir eftirfarandi aðbúnaði fyrir leikmenn okkar:

Keflavík mætir Val í kvöld í Vodafone höllinni
Karfa: Karlar | 17. september 2013

Keflavík mætir Val í kvöld í Vodafone höllinni

Í kvöld kl. 19.30 munu strákarnir í Keflavík mæta liði Vals í Lengjubikarnum en leilkurinn fer fram í Vodafonehöllinni. Fyrri leik liðanna lauk með sigri Keflavíkur og eiga heimamenn því harma að hefna. Keflvíkingar eru hvattir til að líta við í höfuðborginni og styðja sitt lið.

Nýtt tímabil   -- spennandi tímar framundan
Körfubolti | 12. september 2013

Nýtt tímabil -- spennandi tímar framundan

Nú styttist óðum í körfuboltavertíðina - okkur Keflvíkingum til mikillar hamingju eftir heldur magurt fótboltasumar. Karla- og kvennalið félagsins hafa gengið í gegnum nokkrar breytingar frá því í vor en þar ber hæst að nefna að nýr kafteinn er í brúnni þar sem Bandaríkjamaðurinn Andy Johnston mun stýra báðum liðum, en honum til halds og trausts verður Gunnar Hafsteinn Stefánsson sem mun aðstoða með karlaliðið og Rannveig Randversdóttir kvennaliðið

Hefur þú áhuga á því að sitja niðri á leikjum Keflavíkur í vetur?
Karfa: Hitt og Þetta | 12. september 2013

Hefur þú áhuga á því að sitja niðri á leikjum Keflavíkur í vetur?

Nú styttist í að tímabilið í Domino´s deild karla og kvenna hefjist og því viljum við vekja athygli ykkar á stuðningsmannaklúbb Keflavíkur, "Hraðlestinni". Þeir sem hafa áhuga á því að gerast meðlimir kíkið endilega á þær upplýsingar sem koma fram hér að neðan og hafið samband. Gerum þennan vetur ógleymanlegan í sameiningu!

Tap gegn Grindavík
Karfa: Konur | 11. september 2013

Tap gegn Grindavík

Keflavíkurstúlkur töpuðu í kvöld öðrum leik sínum í röð í Lengjubikarnum er þær biðu lægri hlut gegn Grindavík á útivelli í spennandi leik, 82-76. Það voru fyrrum leikmenn Keflavíkur þær Pálína Gunnlaugsdóttir og María Ben Erlingsdóttir sem reyndust Keflavíkurstúlkum erfiðar en þær skoruðu 47 stig heimastúlkna.