Fréttir

Eysteinn Ævarsson í Keflavík
Karfa: Karlar | 29. maí 2014

Eysteinn Ævarsson í Keflavík

Keflvíkingar hafa samið við hinn 19 ára gamla framherja Eystein Bjarna Ævarsson til tveggja ára. Eysteinn er uppalinn hjá Hetti á Egilsstöðum og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið lykilhlutverk með liðinu undanfarin þrjú ár.

Almar og Aron semja til tveggja ára
Karfa: Karlar | 26. maí 2014

Almar og Aron semja til tveggja ára

Keflvíkingurinn Almar Stefán Guðbrandsson gerði skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Keflavík.

Magnús Þór Gunnarsson yfirgefur Keflavík
Karfa: Karlar | 23. maí 2014

Magnús Þór Gunnarsson yfirgefur Keflavík

Magnús Þór Gunnarsson mun ekki leika með Keflavík næsta tímabil í Domino´s deildinni. Magnús Þór, sem lék aðeins 11 leiki á síðasta tímabili vegna meiðsla o.fl., tjáði forráðamönnum Keflavíkur þetta í gær. Er Magnúsi Þór þakkaður sá tími sem hann klæddist Keflavíkurbúningnum og honum óskað velfarnaðar í nýju verkefni.

Bryndís og Guðmundur best hjá Keflavík
Karfa: Hitt og Þetta | 20. maí 2014

Bryndís og Guðmundur best hjá Keflavík

Árlegt lokahóf KKDK fór fram á Kaffi-Duus sl. föstudag. Hefðbundin dagsskrá var um kvöldið en meistaraflokkar félagsins sýndu þar atriði úr eigin smiðju, veitt voru verðlaun til þeirra leikmanna sem þótti skara fram úr og þá hélt Þorkell Máni Pétursson þrumuræðu yfir hópnum. So-Ho sá um veitingarnar og voru þær stórbrotnar fyrir braðglaukana.

Ótrúlegur titlafjöldi Keflavíkur á undanförnum árum
Karfa: Yngri flokkar | 15. maí 2014

Ótrúlegur titlafjöldi Keflavíkur á undanförnum árum

Það er ljóst að nýlokið keppnistímabil yngri flokka Keflavíkur fer í flokk með þeim bestu frá upphafi þó ekki sé hægt að tala um uppskerubrest í titlum undanfarin 6 ár, en á þeim tíma hefur félagið...

Lokahóf KKDK á Kaffi Duus
Karfa: Hitt og Þetta | 14. maí 2014

Lokahóf KKDK á Kaffi Duus

Lokahóf körfuknattleiksdeildar Keflavíkur verður haldið á Kaffi Duus föstudaginn 16. maí og hefst það kl. 20:00. Léttar veitingar verða í boði fyrir boðsgesti, verðlaunaafhending og skemmtiatriði frá karla og kvennaliði félagsins. Í þetta skiptið verður aðeins um boðsgesti að ræða á lokahófinu en um er að ræða leikmenn karla og kvennaliðs Keflavíkur, starfsmenn félagsins, stjórnir þess og meðlimir Hraðlestarinnar.

Lokahóf yngri flokka á miðvikudag kl. 18.00
Karfa: Yngri flokkar | 12. maí 2014

Lokahóf yngri flokka á miðvikudag kl. 18.00

Lokahóf yngri flokka fer fram í TM höllinni miðvikudaginn 14. maí kl. 18.00 . Þar verða iðkendum veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur og iðjusemi á leiktíðinni sem nú er að enda, auk þess sem...