Eysteinn Ævarsson í Keflavík
Keflvíkingar hafa samið við hinn 19 ára gamla framherja Eystein Bjarna Ævarsson til tveggja ára. Eysteinn er uppalinn hjá Hetti á Egilsstöðum og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið lykilhlutverk með liðinu undanfarin þrjú ár.