Sumaræfingar yngri flokka hefjast á þriðjudag
Sumaræfingar yngri flokka Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefjast Þriðjudaginn 10. júní og eru frábær valkostur fyrir þá sem vilja "leika af fingrum fram" í sumar. Æft verður í tveimur hópum, „ e...
Sumaræfingar yngri flokka Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefjast Þriðjudaginn 10. júní og eru frábær valkostur fyrir þá sem vilja "leika af fingrum fram" í sumar. Æft verður í tveimur hópum, „ e...
Jón Norðdal Hafsteinsson, fyrrum leikmaður Keflavíkur og landsliðsins, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Keflavíkur til næstu tveggja ára. Auk þess að aðstoða Helga Jónas Guðfinnsson með meistaraflokk karla mun Jón þjálfa unglingaflokk karla.
Keflavík hefur samið við hina 19 ára gömlu Hallveigu Jónsdóttir um að leika með liðinu næstu tvö árin. Hallveig sem er uppalin Breiðabliksmær hefur leikið með Val undanfarin þrjú ár og á nýliðnu tímabili skilaði hún um 7 stigum, 2 fráköstum, 2 stolnum boltum og 2 stoðsendingum í leik
Keflvíkingar hafa samið við hinn 19 ára gamla framherja Eystein Bjarna Ævarsson til tveggja ára. Eysteinn er uppalinn hjá Hetti á Egilsstöðum og hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið lykilhlutverk með liðinu undanfarin þrjú ár.
Keflavík hefur samið við ungan og efnilegan bakvörð frá Hetti Egilsstöðum að nafni Andrés Kristleifsson.
Keflvíkingurinn Almar Stefán Guðbrandsson gerði skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Keflavík.
Magnús Þór Gunnarsson mun ekki leika með Keflavík næsta tímabil í Domino´s deildinni. Magnús Þór, sem lék aðeins 11 leiki á síðasta tímabili vegna meiðsla o.fl., tjáði forráðamönnum Keflavíkur þetta í gær. Er Magnúsi Þór þakkaður sá tími sem hann klæddist Keflavíkurbúningnum og honum óskað velfarnaðar í nýju verkefni.
Árlegt lokahóf KKDK fór fram á Kaffi-Duus sl. föstudag. Hefðbundin dagsskrá var um kvöldið en meistaraflokkar félagsins sýndu þar atriði úr eigin smiðju, veitt voru verðlaun til þeirra leikmanna sem þótti skara fram úr og þá hélt Þorkell Máni Pétursson þrumuræðu yfir hópnum. So-Ho sá um veitingarnar og voru þær stórbrotnar fyrir braðglaukana.