Fréttir

Andy Johnston leystur undan samningi við Keflavík
Karfa: Konur | 8. apríl 2014

Andy Johnston leystur undan samningi við Keflavík

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur (KKDK) og Andy Johnston, þjálfari karla- og kvennaliðs félagsins, hafa komist að samkomulagi um Andy Johnston verði leystur undan samningi sínum við Keflavík. Samningurinn við Andy var til tveggja ára og voru miklar væntingar gerðar til beggja liða fyrir tímabilið. Segja má að gengið í deildinni hafi verið á pari við væntingar. Bæði lið duttu hins vegar út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, 3-0, og var það árangur sem bæði stjórn KKDK og Andy sjálfur gátu illa sætt sig við. Í kjölfariði hafði Andy Johnston samband við stjórn KKDK með þá ósk að vera leystur undan samningi þar sem hann vildi leyta á önnur mið í Bandaríkjunum auk þess sem hann vildi þakka fyrir það tækifæri sem honum hafði verið veitt af Keflavík. Var það mat stjórnar að það væri heillavænglegasti kosturinn að segja samningnum upp.

Andy Johnston leystur undan samningi við Keflavík
Karfa: Karlar | 8. apríl 2014

Andy Johnston leystur undan samningi við Keflavík

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur (KKDK) og Andy Johnston, þjálfari karla- og kvennaliðs félagsins, hafa komist að samkomulagi um Andy Johnston verði leystur undan samningi sínum við Keflavík. Samningurinn við Andy var til tveggja ára og voru miklar væntingar gerðar til beggja liða fyrir tímabilið. Segja má að gengið í deildinni hafi verið á pari við væntingar. Bæði lið duttu hins vegar út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, 3-0, og var það árangur sem bæði stjórn KKDK og Andy sjálfur gátu illa sætt sig við. Í kjölfariði hafði Andy Johnston samband við stjórn KKDK með þá ósk að vera leystur undan samningi þar sem hann vildi leyta á önnur mið í Bandaríkjunum auk þess sem hann vildi þakka fyrir það tækifæri sem honum hafði verið veitt af Keflavík. Var það mat stjórnar að það væri heillavænglegasti kosturinn að segja samningnum upp.

Keflavík - Stjarnan í kvöld kl. 19.15 / Keflvíkingar komnir þétt upp að veggnum
Karfa: Karlar | 28. mars 2014

Keflavík - Stjarnan í kvöld kl. 19.15 / Keflvíkingar komnir þétt upp að veggnum

Keflavík tekur á móti Stjörnunni í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildarinnar í kvöld kl. 19.15 í TM-Höllinni. Keflvíkingar verða seint taldir hafa leikið vel í fyrstu tveimur leikjunum. Virðist sem liðið hafi týnt öllu sem einkenndi frábæra spilamennsku liðsins fram að tapinu gegn KR í seinni umferðinni. Leitin af því hefur farið fram síðan á mánudag og í kvöld kemur í ljós hvor leikmenn liðsins séu búnir að finna það aftur.

Keflvíkingar fara í Garðabæ til að jafna
Karfa: Karlar | 24. mars 2014

Keflvíkingar fara í Garðabæ til að jafna

Keflvíkingar halda í Garðabæinn í kvöld til að freysta þess að jafna einvígið gegn Stjörnunni. Stjarnan vann fyrsta leik liðanna í TM-Höllinni og verða Keflvíkingar að sigra í kvöld til að ná heimavallaréttinum til baka.

Hörður Axel Vilhjálmsson í viðtali
Karfa: Karlar | 20. mars 2014

Hörður Axel Vilhjálmsson í viðtali

Hörður Axel Vilhjálmsson er Keflvíkingum kunnur en hann lék með Keflavík áður en hann hélt í atvinnumennsku eftir tímabilið 2009-2010. Fyrstu tvö árin lék hann í annarri og efstu deild í Þýskalandi en í fyrra færði hann sig um set og leikur kappinn nú með Vallodalid í efstu deild á Spáni, deild sem margir vilja meina að sé næststerkasta deild í heimi á eftir NBA.

Stelpurnar úr leik
Karfa: Konur | 20. mars 2014

Stelpurnar úr leik

Keflavíkurstúlkur töpuðu í gær þriðja leiknum í röð gegn Haukum í 4-liða úrslitum Domino´s deildarinnar og eru þar með úr leik þetta árið. Það var á brattann að sækja frá upphafi og þegar yfir lauk voru Haukastúlkur einfaldlega of sterkar.

Þröstur Leó er tilbúinn í lokaprófið
Karfa: Karlar | 19. mars 2014

Þröstur Leó er tilbúinn í lokaprófið

Keflvíkingar mæta Stjörnunni í þriðja sinn á þremur árum í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla en fyrsti leikurinn er föstudaginn nk. í TM-Höllinni.

Veislan hjá körlunum byrjar á föstudag - Viðtal við Magnús Þór
Karfa: Karlar | 18. mars 2014

Veislan hjá körlunum byrjar á föstudag - Viðtal við Magnús Þór

Keflvíkingar hefja leik í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla föstudaginn 21. mars nk. þegar þeir mæta Stjörnunni í TM-Höllinni. Þessi lið hafa mæst sl. tvö ár og hafa það verið Stjörnumenn sem hafa farið með sigur af hólmi í bæði skiptin, samtals 2-1. Tvennt er þó öðruvísi þetta tímabilið. Í fyrsta lagi þurfa liðin að vinna þrjá leiki til að komast áfram og þá eru Keflvíkingar með heimavallaréttinn í þetta skiptið!