Magnús Þór í eins leiks bann og Keflavík sektað vegna framkomu áhorfenda
Í dag voru Keflvíkingum birtir tveir úrskurðir aga- og úrskurðarnefndar er tengdust félaginu. Annars vegar var Magnús Þór Gunnarsson dæmdur í eins leiks bann fyrir olnbogaskot í leik KR og Keflavíkur í Domino´s deildinni og hins vegar var félagið dæmt til að greiða 25.000 kr. í sekt vegna heimskulegrar hegðunar áhorfenda í garð dómara eftir leik Keflavíkur og Hauka í Domino´s deild kvenna á dögunum.







