Fréttir

Keflvíkingar áfram í bikarkeppni unglingaflokks
Karfa: Karlar | 26. febrúar 2014

Keflvíkingar áfram í bikarkeppni unglingaflokks

Keflavík sigraði Tindastól í gær 84-81 í bikarkeppni unglingaflokks drengja en liðin mættust á Sauðárkróki. Um var að ræða annan leik þessara liða í sömu umferð en endurtaka þurfti fyrri leikinn þar sem KKÍ fylgdi ekki reglum er varðaði uppröðun dómara á leikinn.

Yfirlýsing frá Magnúsi Þór Gunnarssyni, fyrirliða Keflavíkur
Karfa: Karlar | 25. febrúar 2014

Yfirlýsing frá Magnúsi Þór Gunnarssyni, fyrirliða Keflavíkur

Í leik toppslag KR og Keflavíkur í Domino´s deildinni í gær átti sér stað atvik í seinni hálfleik þar sem undirritaður rak olnbogann í andlit Brynjars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið. Það er ljóst að ég fór mjög ógætilega að því að losa mig frá Brynjari og vill ég nota tækifærið og biðja Brynjar og KR-inga innilegrar afsökunar á þessu. Komi til þess að ég verði dæmdur í bann vegna atviksins mun ég taka því, læra af þessu og mæta svo tvíefldur til leiks til að aðstoða félaga mína vinna 10. Íslandsmeistaratitilinn í sögu Keflavíkur.

10. flokkur drengja komnir í bikarúrslit
Karfa: Yngri flokkar | 24. febrúar 2014

10. flokkur drengja komnir í bikarúrslit

Keflavíkurpiltar léku s.l. föstudag dag á heimavelli gegn sterku liði Snæfells í undanúrslitum Bikarkeppni KKÍ í 10. flokki drengja. Heimamenn höfðu unnið tvo leiki í bikarnum áður en kom að leiknu...

Michael Craion segir Keflavík eiga góðan möguleika gegn KR
Körfubolti | 24. febrúar 2014

Michael Craion segir Keflavík eiga góðan möguleika gegn KR

Toppslagur KR og Keflavíkur í Domino´s deild karla fer fram í DHL-höllinni í Vesturbænum í kvöld kl. 19.15. Liðin eru jöfn að stigum í 1. - 2. sæti og má því búast við mikilli skemmtun. KR sigraði í leik þessarra liða í fyrri umferðinni og því eiga Keflvíkingar harma að hefna.

Valur Orri vonar að viljinn verði Keflavíkurmegin á mánudag
Karfa: Karlar | 21. febrúar 2014

Valur Orri vonar að viljinn verði Keflavíkurmegin á mánudag

Keflavík mætir KR í toppslag Domino´s deildarinnar á mánudaginn í DHL höll þeirra Vesturbæinga. Leikmenn Keflavíkur eru orðnir spenntir fyrir leiknum en að sögn Vals Orra Valssonar leggst leikurinn vel í menn. Valur hefur spilað vel í jöfnu Keflavíkurliði í vetur en hann er með 8 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar að meðaltali í leik það sem af er. Heimasíða Keflavíkur heyrði í honum hljóðið og spurði hann út í komandi leik við KR.

Styttist í toppslag KR og Keflavíkur - Stutt viðtal við Gunnar Ólafs
Karfa: Karlar | 20. febrúar 2014

Styttist í toppslag KR og Keflavíkur - Stutt viðtal við Gunnar Ólafs

Hún er farin að styttast verulega biðin eftir toppslag Domino´s deildar karla en á mánudaginn mætast KR og Keflavík í DHL höllinni kl. 19.15. Liðin eru jöfn að stigum en þar sem KR hafði betur í fyrri leik liðanna í TM-Höllinni eru þeir í 1. sæti og Keflavík í 2. sæti. Mikilvægi leiksins er því gríðarlegt og má búast við fullu húsi og frábærri stemmningu.

Guðmundur Jónsson framlengir til tveggja ára
Karfa: Karlar | 12. febrúar 2014

Guðmundur Jónsson framlengir til tveggja ára

Bakvörðurinn Guðmundur Jónsson framlengdi í dag samning sinn við Keflavík og mun hann leika með liðinu út þetta tímabil og næstu tvö tímabil eftir það. Guðmundur hefur verið gríðarlega öflugur í liði Keflavíkur það sem af er vetri en liðið situr á toppi deildarinnar ásamt KR þegar 16 leikjum er lokið.

Keflavíkurstúlkur loks með sigur eftir nokkra tapleiki í röð
Karfa: Konur | 12. febrúar 2014

Keflavíkurstúlkur loks með sigur eftir nokkra tapleiki í röð

Keflavík sigraði Grindavík 73:59 í TM-höllinni í kvöld í Domino´s deild kvenna. Keflavík leiddi nær allan leikinn og segja má að sigurinn hafi aldrei verið í hættu. Bryndís Guðmundsdóttir varð fyrir því óláni að fara úr lið á þumalfingri og má búast við að hún verði frá í amk viku.