Bikarslagur í TM-Höllinni í kvöld
Það verður sannkallaður stórleikur í Poweradebikarnum í kvöld þegar Keflavík tekur á móti Grindavík í TM-Höllinni kl. 19.15. Um er að ræða síðasta leikinn í 16-liða úrslitum.
Það verður sannkallaður stórleikur í Poweradebikarnum í kvöld þegar Keflavík tekur á móti Grindavík í TM-Höllinni kl. 19.15. Um er að ræða síðasta leikinn í 16-liða úrslitum.
Líkt og flestir vita er leikur ÍG og Keflavíkur B í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins í kvöld í Grindavík. Leikurinn hefst kl. 19.15 en lið Keflavíkur B samanstendur m.a. af goðsögnum á borð við Sigurð Ingimundarson, Fal Harðason, Guðjón Skúlason, Albert Óskarsson og Gunnar Einarsson. Þá mun Damon Johnson leika sinn fyrsta leik með Keflavík í 10 ár en hann er kominn til landsins til að leika sinn síðasta leik þar sem ferill hans sem atvinnumaður hófst. Eftir leikinn í kvöld hjá ÍG og Keflavík B mun verða smá "hittingu" í féglasheimili Keflavíkur í TM-Höllinni vegna komu Damon Johson. Gera má ráð fyrir því að það hefjist um kl. 22.30, eða þegar leikmenn hafa klárað að teygja, tekið jóga, sturtað sig og fengið næringu í æð. Hvetjum við sem flesta að láta sjá sig en hugsanlegt er að uppboð verði á árituðum bol helstu goðsagnanna um kvöldið.
Á morgun, mánudaginn 18. nóvember, mætast Keflavík og KR í toppslag Domino´s deildar karla en leikurinn fer fram í TM-Höllinni. Bæði lið eru ósigruð á toppi deildarinnar og því ljóst að aðeins annað liðið mun verma toppsætið að honum loknum. Keflvíkingar mættu Skallagrími í Borganesi í síðasta leik og unnu auðveldan tæplega 30 stiga sigur eftir nokkuð brösugan fyrri hálfleik.
Keflavíkurstúlkur voru ekki lengi að jafna sig á fyrsta tapi sínu í deildinni á dögunum. Í fyrradag lögðu þær leið sína í Grindavík þar sem þær sigruðu heimastúlkur örugglega, 64-84.
Keflvíkingar halda áfram sigurgöngu sinni í Domino´s deild karla en þeir sigruðu Þór frá Þorlákshöfn 97-88 í TM-Höllinni í gær. Bæði lið voru taplaus fyrir leikinn og var því búist við spennandi leik. Mestan hluta leiks leit þó út fyrir öruggan heimasigur en í fjórða leikhluta virtist sem álög væru á körfu heimamanna enda vildi boltinn ekki ofan í körfuna. Gestirnir gengu á lagið og minnstur varð munurinn 3 stig.
Eins og áður hefur komið fram er orðið uppselt á Þorrablót Keflavíkur auk þess sem rúmlega 40 manns eru komnir á biðlista. Því er mjög mikilvægt að þeir sem hafa pantað borð og miða staðfesti miðakaupin hið fyrsta en eigi síðar en 15. nóvember nk. Séu miðar ekki greiddir og sóttir fyrir þann tíma gæti komið til þess að pantaðir miðar verði seldir öðrum.
Keflavíkurstúlur töpuðu sínum fyrsta leik í Domino´s deild kvenna í gær þegar þær biðu lægri hlut gegn Haukum á útivelli 92-61. Keflavík leiddi eftir fyrsta leikhluta en í öðrum leikhluta skildu leiðir og héldu Haukar öruggri forystu út leikinn eftir það.
Keflvíkingar eiga loksins heimaleik í Domino´s deild karla í körfubolta á morgun, fimmtudag, þegar liðið mætir Þór frá Þorlákshöfn í TM-Höllinni. Leikurinn hefst kl. 19.15 og má búast við hörkuleik enda bæði liðin ósigruð það sem af er móti.