Fréttir

Sviðaveisla KKDK föstudaginn 22. nóvember nk.
Karfa: Hitt og Þetta | 1. nóvember 2013

Sviðaveisla KKDK föstudaginn 22. nóvember nk.

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur mun halda hina árlegu sviðaveislu föstudaginn 22. nóvember nk. í félagsheimili Keflavíkur í TM-Höllinni. Framreidd verða heit og köld svið ásamt öðru stórfenglegu góðmeti.

Stórleikur í TM-Höllinni á sunnudag í Poweradebikarnum
Karfa: Karlar | 31. október 2013

Stórleikur í TM-Höllinni á sunnudag í Poweradebikarnum

Það verður sannkallaður stórleikur í 32-liða úrslitum Poweradebikarsins sunnudaginn 3. nóvember í TM-Höllinni en þá taka goðsagnirnar í Keflavíkurhraðlestinni (Keflavík-B) á móti liði Álftaness. Leikurinn hefst kl. 14.00 en ætla má að færri komist að en vilja.

Keflavík mætir Val í kvöld í Vodafonehöllinni
Karfa: Karlar | 31. október 2013

Keflavík mætir Val í kvöld í Vodafonehöllinni

Keflvíkingar halda í borg óttans í kvöld er þeir mæta Val í 4. umferð Domino´s deildar karla. Leikurinn hefst kl. 19.15 og er hann í Vodafonehöll þeirra Valsmanna. Liðin hafa byrjað leiktíðina með mismunandi hætti en Keflvíkingar eru ósigraðir á toppi deildarinnar á meðan Valsmenn sitja á botninum án sigurs.

Keflavíkurstúlkur áfram á sigurbraut
Karfa: Konur | 30. október 2013

Keflavíkurstúlkur áfram á sigurbraut

Keflavík og KR mættust í kvöld í TM-Höllinni í 6. umferð Domino´s deildar kvenna. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og mátt glöggt sjá að kanalausar KR-stúlkur ætluðu sér meira en skottúr til Keflavíkur þetta miðvikudagskvöldið. Drifnar áfram af Sigrúnu Ámundadóttur áttu þær í fullu tré við toppliðið og þegar gengið var til klefa í leikhléi voru það Vestubæjarmeyjarnar sem leiddu með einu stigi, 33-34. Í seinni hálfleik voru Keflavíkurstúlkur fljótar að ná forystu og þó KR-stúlkur væru aldrei langt undan létu heimastúlkur forystuna aldrei af hendi. Lokuð þær loks kvöldinu með nokkuð sannfærandi 18 stiga sigri, 74-56.

Keflavík - KR í TM-Höllinni í kvöld - Grillin tendruð
Karfa: Konur | 30. október 2013

Keflavík - KR í TM-Höllinni í kvöld - Grillin tendruð

Topplið Keflavíkur mætir KR í Domino´s deild kvenna í kvöld kl. 19.15 í TM-Höllinni. Fyrrnefnd lið mættust í úrslitum Domino´s deildarinnar á síðasta tímabili þar sem Keflavíkurstúlkur höfðu sigur og enduðu uppi sem Íslandsmeistarar.

Spennusigur í Ljónagryfjunni - Stutt viðtal við Val Orra
Karfa: Karlar | 29. október 2013

Spennusigur í Ljónagryfjunni - Stutt viðtal við Val Orra

Keflvíkingar unnu magnþrunginn spennusigur, 85-88, gegn nágrönnum sínum í Njarðvík í þriðju umferð Domino´s deildarinnar í gær en leikurinn fór fram í Ljónagryfjunni. Ekki þarf að fara mörg orð um umræddan leik enda var hann sýndur í beinni á stöð2 sport auk þess sem flestir fjölmiðlar landsins gerðu honum góð skil.

æk

æk

æk

Porsche keyrði yfir Njarðvíkurstúlkur - Stutt viðtal við þá stuttu
Karfa: Konur | 28. október 2013

Porsche keyrði yfir Njarðvíkurstúlkur - Stutt viðtal við þá stuttu

Keflavíkurstúlkur unnu nágranna sína úr Njarðvík í Ljónagryjunni í gær 64-73 í 5. umferð Domino´s deildar kvenna. Eftir að hafa lent undir 9-0 tók Porsche Landry sóknarleik liðsins á herðar sér á sama tíma og skipt var um varnarafbrigði og farið í svæðisvörn. Ekki leið á löngu þar til Keflavíkurstúlkur voru komnar í forystu sem þær svo létu aldrei af hendi.

Uppselt á Þórrablót Keflavíkur
Karfa: Hitt og Þetta | 24. október 2013

Uppselt á Þórrablót Keflavíkur

Staðan í dag er þannig að UPPSELT er orðið á Þorrablót Keflavíkur 2014. Þorrablótsnefndin kveðst hálfklökk yfir þessum frábæru viðtökum enda aðeins vika síðan dagskráin var auglýst.