Greiða þarf miða á Þorrablót Keflavíkur
Eins og áður hefur komið fram er orðið uppselt á Þorrablót Keflavíkur auk þess sem rúmlega 40 manns eru komnir á biðlista. Því er mjög mikilvægt að þeir sem hafa pantað borð og miða staðfesti miðakaupin hið fyrsta en eigi síðar en 15. nóvember nk. Séu miðar ekki greiddir og sóttir fyrir þann tíma gæti komið til þess að pantaðir miðar verði seldir öðrum.








