Styttist í toppslag KR og Keflavíkur - Stutt viðtal við Gunnar Ólafs
Hún er farin að styttast verulega biðin eftir toppslag Domino´s deildar karla en á mánudaginn mætast KR og Keflavík í DHL höllinni kl. 19.15. Liðin eru jöfn að stigum en þar sem KR hafði betur í fyrri leik liðanna í TM-Höllinni eru þeir í 1. sæti og Keflavík í 2. sæti. Mikilvægi leiksins er því gríðarlegt og má búast við fullu húsi og frábærri stemmningu.







