Fréttir

Mike, Sara og Bryndís í úrvalsliði fyrri umferðar Domino´s deildanna - Andy besti þjálfarinn í kvk
Karfa: Konur | 7. janúar 2014

Mike, Sara og Bryndís í úrvalsliði fyrri umferðar Domino´s deildanna - Andy besti þjálfarinn í kvk

Verðlaun voru veitt í dag fyrir bestu frammistöður í Domino's deildum karla og kvenna fyrir fyrri hluta keppnistímabilsins. Að venju voru fimm manna úrvalslið deildanna tilkynnt og verðlaun veitt fyrir besta þjálfarann og dugnaðarforkinn í báðum deildum. Michael Craion var valinn í úrvalslið karla og þær Sara Rún Hinriksdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir í úrvalslið kvenna. Þá var Andy Johnston valinn besti þjálfarinn kvennamegin.

Mike, Sara og Bryndís í úrvalsliði fyrri umferðar Domino´s deildanna - Andy besti þjálfarinn í kvk
Karfa: Karlar | 7. janúar 2014

Mike, Sara og Bryndís í úrvalsliði fyrri umferðar Domino´s deildanna - Andy besti þjálfarinn í kvk

Verðlaun voru veitt í dag fyrir bestu frammistöður í Domino's deildum karla og kvenna fyrir fyrri hluta keppnistímabilsins. Að venju voru fimm manna úrvalslið deildanna tilkynnt og verðlaun veitt fyrir besta þjálfarann og dugnaðarforkinn í báðum deildum. Michael Craion var valinn í úrvalslið karla og þær Sara Rún Hinriksdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir í úrvalslið kvenna. Þá var Andy Johnston valinn besti þjálfarinn kvennamegin.

Dregið í happdrætti KKDK miðvikudaginn 8. janúar
Karfa: Hitt og Þetta | 6. janúar 2014

Dregið í happdrætti KKDK miðvikudaginn 8. janúar

Dregið verður í jólahappdrætti Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur miðvikudaginn 8. janúar nk. hjá Sýslumanninum í Keflavík. Áætlað hafði verið að draga út í dag en vegna óviðráðanlegra ástæðna var því frestað um tvo daga.

Vert er að taka fram að aðeins verður dregið úr seldum miðum.

Keflavíkurstúlkur hefja nýtt ár í Hafnarfirði
Karfa: Konur | 3. janúar 2014

Keflavíkurstúlkur hefja nýtt ár í Hafnarfirði

Fyrsti leikur Keflavíkurstúlkna í Domino´s deildinni á nýju ári verður nk. sunnudag, 5. janúar, þegar þær mæta Haukum í Schenker-Höllinni í Hafnarfirði. Keflavík er sem stendur í 2. sæti deildarinnar með 20 stig en fast á hæla þeirra koma Haukar með 18 stig. Má því gera ráð fyrir spennandi leik.

Miðasala farin af stað í jóla- og áramótahappdrætti KKDK
Körfubolti | 16. desember 2013

Miðasala farin af stað í jóla- og áramótahappdrætti KKDK

Miðasala er farin af stað í jóla- og áramótahappdrætti Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Fjöldan allan af glæsilegum vinningum er að finna í happdrættinu en heildarvermæti vinninga er um 800.000 kr. Þeir sem hafa áhuga á að nálgast miða er bent á að hafa samband við leikmenn mfl. karla og kvenna eða stjórnarmenn KKDK. Þá er fólki bent á að hafa samband við Sævar Sævarsson í síma 869-1926 til að nálgast miða eða til að fá nánari upplýsingar um vinninga eða happdrættið sjálft.

Vert er að taka fram að aðeins verður dregið úr seldum miðum.

Bikarslagur í TM-Höllinni í kvöld
Körfubolti | 2. desember 2013

Bikarslagur í TM-Höllinni í kvöld

Það verður sannkallaður stórleikur í Poweradebikarnum í kvöld þegar Keflavík tekur á móti Grindavík í TM-Höllinni kl. 19.15. Um er að ræða síðasta leikinn í 16-liða úrslitum.

Stuðningsmannakvöld að loknum leik ÍG og Keflavíkur
Karfa: Karlar | 29. nóvember 2013

Stuðningsmannakvöld að loknum leik ÍG og Keflavíkur

Líkt og flestir vita er leikur ÍG og Keflavíkur B í 16-liða úrslitum Poweradebikarsins í kvöld í Grindavík. Leikurinn hefst kl. 19.15 en lið Keflavíkur B samanstendur m.a. af goðsögnum á borð við Sigurð Ingimundarson, Fal Harðason, Guðjón Skúlason, Albert Óskarsson og Gunnar Einarsson. Þá mun Damon Johnson leika sinn fyrsta leik með Keflavík í 10 ár en hann er kominn til landsins til að leika sinn síðasta leik þar sem ferill hans sem atvinnumaður hófst. Eftir leikinn í kvöld hjá ÍG og Keflavík B mun verða smá "hittingu" í féglasheimili Keflavíkur í TM-Höllinni vegna komu Damon Johson. Gera má ráð fyrir því að það hefjist um kl. 22.30, eða þegar leikmenn hafa klárað að teygja, tekið jóga, sturtað sig og fengið næringu í æð. Hvetjum við sem flesta að láta sjá sig en hugsanlegt er að uppboð verði á árituðum bol helstu goðsagnanna um kvöldið.