Fréttir

Stelpurnar úr leik
Karfa: Konur | 20. mars 2014

Stelpurnar úr leik

Keflavíkurstúlkur töpuðu í gær þriðja leiknum í röð gegn Haukum í 4-liða úrslitum Domino´s deildarinnar og eru þar með úr leik þetta árið. Það var á brattann að sækja frá upphafi og þegar yfir lauk voru Haukastúlkur einfaldlega of sterkar.

Þröstur Leó er tilbúinn í lokaprófið
Karfa: Karlar | 19. mars 2014

Þröstur Leó er tilbúinn í lokaprófið

Keflvíkingar mæta Stjörnunni í þriðja sinn á þremur árum í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla en fyrsti leikurinn er föstudaginn nk. í TM-Höllinni.

Veislan hjá körlunum byrjar á föstudag - Viðtal við Magnús Þór
Karfa: Karlar | 18. mars 2014

Veislan hjá körlunum byrjar á föstudag - Viðtal við Magnús Þór

Keflvíkingar hefja leik í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla föstudaginn 21. mars nk. þegar þeir mæta Stjörnunni í TM-Höllinni. Þessi lið hafa mæst sl. tvö ár og hafa það verið Stjörnumenn sem hafa farið með sigur af hólmi í bæði skiptin, samtals 2-1. Tvennt er þó öðruvísi þetta tímabilið. Í fyrsta lagi þurfa liðin að vinna þrjá leiki til að komast áfram og þá eru Keflvíkingar með heimavallaréttinn í þetta skiptið!

75% nýting í Domino´s skotinu í TM-Höllinni
Karfa: Hitt og Þetta | 18. mars 2014

75% nýting í Domino´s skotinu í TM-Höllinni

Þrátt fyrir að Keflavíkurstúlkur hafi ekki átt sinn besta dag í gær þegar þær töpuðu fyrir Haukum í öðrum leik liðanna í 4-liða úrslitum Domino´s deildar kvenna var ýmislegt sem áhorfendur máttu gleðjast yfir. Þannig settu þrír ungir einstaklingar á fót skotsýningu milli leikhluta í svokölluðu Domino´s skoti og er ljóst að sitthvað má læra af þeim en af fjórum einstaklingum sem reyndu fyrir sér hittu þrír.

Skvísukvöld á föstudag
Karfa: Konur | 12. mars 2014

Skvísukvöld á föstudag

Undanfarna mánuði hefur kvennaráð körfuknattleiksdeildar Keflavíkur undirbúið svokallað Skvízukvöld sem haldið verður föstudaginn 14. mars nk. í TM-Höllinni.

5 flokkar frá Keflavík leika í úrslitum um helgina
Karfa: Yngri flokkar | 8. mars 2014

5 flokkar frá Keflavík leika í úrslitum um helgina

Mikil körfuboltaveisla fer fram um helgina þegar Bikarúrslit yngri flokka fara fram í Grindavík. Ekkert félag á fleiri lið í úrslitum þessa bikarhelgi en Keflavík sem á lið í 5 úrslitaleikjum af 8 ...