75% nýting í Domino´s skotinu í TM-Höllinni
Þrátt fyrir að Keflavíkurstúlkur hafi ekki átt sinn besta dag í gær þegar þær töpuðu fyrir Haukum í öðrum leik liðanna í 4-liða úrslitum Domino´s deildar kvenna var ýmislegt sem áhorfendur máttu gleðjast yfir. Þannig settu þrír ungir einstaklingar á fót skotsýningu milli leikhluta í svokölluðu Domino´s skoti og er ljóst að sitthvað má læra af þeim en af fjórum einstaklingum sem reyndu fyrir sér hittu þrír.