Lengjubikarinn hefst á morgun
Fyrsti leikur tímabilsins hefst á morgun í TM höllinni þegar Keflavíkurstúlkur fá Valsstúlkur í heimsókn og leikið er í Lengjubikarnum.
Fyrsti leikur tímabilsins hefst á morgun í TM höllinni þegar Keflavíkurstúlkur fá Valsstúlkur í heimsókn og leikið er í Lengjubikarnum.
Æfingatafla Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur er komin í loftið en æfingar allra flokka hefjst eftir töflu n.k. mánudag 2. september. Taflan er aðgengileg á flipa hér til hliðar á heimasíðunni. Þar...
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur ætlar að hafa morgunverðarkaffi á laugardeginum á Ljósanótt klukkan 10.00 - 13.00. Tilvallið fyrir alla gesti Ljósanætur, bæði heimamenn sem og gesti, að kíkja við fyrir árgangagöngu og fá sér morgunmat og kaffi. Hópar er jafnframt kvattir til að koma og geta þeir pantað borð fyrirfram í síma 869-6151 (Davíð).
Frítt er fyrir 12 ára og yngri en aðrir greiða 1.500 kr. á mann.
Ljósanæturkveðja,
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur
Opnað hefur verið fyrir rafræna skráningu iðkenda á keflavik.is/karfan og munu æfingar allra flokka Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefjast samkvæmt æfingatöflu mánudaginn 2. sept . Fyrir þá sem ...
Ljósanæturmót Geysis í körfubolta verður haldið dagana 3. - 5. september í TM-Höllinni í Keflavík. Þrjú lið eru skráð til leiks í karlaflokki en það eru lið Keflavíkur, Grindavíkur og ÍR og þá eru tvö lið skráð til leiks í kvennaflokki en það eru Keflavík og Njarðvík. Mótið verður aðeins minna í sniðum en sl. ár þar sem Lengjubikarinn í körfubolta hefst snemma þetta árið.
Ljósanæturmót Geysis í körfubolta verður haldið dagana 3. - 5. september í TM-Höllinni í Keflavík. Þrjú lið eru skráð til leiks í karlaflokki en það eru lið Keflavíkur, Grindavíkur og ÍR og þá eru tvö lið skráð til leiks í kvennaflokki en það eru Keflavík og Njarðvík. Mótið verður aðeins minna í sniðum en sl. ár þar sem Lengjubikarinn í körfubolta hefst snemma þetta árið.
TM undirritaði samstarfssamning við Körfuknattleiksdeild Keflavíkur á dögunum. Samningurinn felur í sér að heimavöllur liðsins að Sunnubraut 34 í Keflavík mun hér eftir bera nafnið TM Höllin, en heimavöllurinn mun bera þetta nafn næstu árin. Samningurinn felur meðal annars í sér samstarf um sölu trygginga en hluti iðgjalds þeirra sem tryggja hjá TM fyrir milligöngu eða vegna ábendinga félagsmanna KKDK rennur beint til KKDK í formi styrks.
Keflavík hefur samið við bandaríska bakvörðinn Porsche Landry um að leika með liðinu í vetur. Porsche lék með liði Houston Cougars í bandaríska háskólaboltanum, þar sem hún skoraði 16,6 stig og var með um 5 stoðsendingar að meðaltali í leik síðasta árið sitt.