Fréttir

Grindvíkingar Ljósanæturmeistara Geysis
Karfa: Karlar | 5. september 2013

Grindvíkingar Ljósanæturmeistara Geysis

Grindvíkingar tryggðu sér í gær sigur á Ljósanæturmóti Geysis með sigri á ÍR. Þrátt fyrir að Keflavík og ÍR eigi enn eftir að leika er ljóst að hvorugt liðið getur náð Grindvíkingum að stigum þar sem þeir síðastnefndur unnu báða leiki sína á mótinu. Lokatölur í leiknum 92-84

Keflvíkingar lágu í fyrsta leik Ljósanæturmóts Geysis
Karfa: Karlar | 4. september 2013

Keflvíkingar lágu í fyrsta leik Ljósanæturmóts Geysis

Keflavík tapaði fyrir grönnum sínum úr Grindavík í fyrsta leik Ljósanæturmóts Geysis í gær, 83-93. Grindavík leiddi nær allan leikinn, ef frá eru teknar fyrstu mínútur, en liðið hitti ótrúlega í fyrri hálfleik fyrir utan þriggjastigalínuna. Keflavík kom þó alltaf til baka og voru aldrei langt undan en í lokin voru það Grindíkingar sem voru sterkari.

Ljósanæturmót Geysis hefst í kvöld
Karfa: Karlar | 3. september 2013

Ljósanæturmót Geysis hefst í kvöld

Ljósanæturmót Geysis Car Rental hefst í kvöld með stórleik Keflavíkur og Grindavíkur í TM-Höllinni. Leikurinn hefst kl. 19.15 og er frítt inn fyrir alla.

Lengjubikarinn hefst á morgun
Karfa: Konur | 31. ágúst 2013

Lengjubikarinn hefst á morgun

Fyrsti leikur tímabilsins hefst á morgun í TM höllinni þegar Keflavíkurstúlkur fá Valsstúlkur í heimsókn og leikið er í Lengjubikarnum.

Æfingataflan 2013-2014
Karfa: Hitt og Þetta | 30. ágúst 2013

Æfingataflan 2013-2014

Æfingatafla Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur er komin í loftið en æfingar allra flokka hefjst eftir töflu n.k. mánudag 2. september. Taflan er aðgengileg á flipa hér til hliðar á heimasíðunni. Þar...

Morgunverðarhlaðborð körfunnar á Ljósanótt
Körfubolti | 26. ágúst 2013

Morgunverðarhlaðborð körfunnar á Ljósanótt

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur ætlar að hafa morgunverðarkaffi á laugardeginum á Ljósanótt klukkan 10.00 - 13.00. Tilvallið fyrir alla gesti Ljósanætur, bæði heimamenn sem og gesti, að kíkja við fyrir árgangagöngu og fá sér morgunmat og kaffi. Hópar er jafnframt kvattir til að koma og geta þeir pantað borð fyrirfram í síma 869-6151 (Davíð).

Frítt er fyrir 12 ára og yngri en aðrir greiða 1.500 kr. á mann.

Ljósanæturkveðja,
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur

Skráning hafin, allir í körfu
Karfa: Yngri flokkar | 23. ágúst 2013

Skráning hafin, allir í körfu

Opnað hefur verið fyrir rafræna skráningu iðkenda á keflavik.is/karfan og munu æfingar allra flokka Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefjast samkvæmt æfingatöflu mánudaginn 2. sept . Fyrir þá sem ...

Ljósanæturmót Geysis dagana 3. - 5. september
Karfa: Konur | 23. ágúst 2013

Ljósanæturmót Geysis dagana 3. - 5. september

Ljósanæturmót Geysis í körfubolta verður haldið dagana 3. - 5. september í TM-Höllinni í Keflavík. Þrjú lið eru skráð til leiks í karlaflokki en það eru lið Keflavíkur, Grindavíkur og ÍR og þá eru tvö lið skráð til leiks í kvennaflokki en það eru Keflavík og Njarðvík. Mótið verður aðeins minna í sniðum en sl. ár þar sem Lengjubikarinn í körfubolta hefst snemma þetta árið.