Fréttir

Morgunverðarhlaðborð körfunnar á Ljósanótt
Körfubolti | 26. ágúst 2013

Morgunverðarhlaðborð körfunnar á Ljósanótt

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur ætlar að hafa morgunverðarkaffi á laugardeginum á Ljósanótt klukkan 10.00 - 13.00. Tilvallið fyrir alla gesti Ljósanætur, bæði heimamenn sem og gesti, að kíkja við fyrir árgangagöngu og fá sér morgunmat og kaffi. Hópar er jafnframt kvattir til að koma og geta þeir pantað borð fyrirfram í síma 869-6151 (Davíð).

Frítt er fyrir 12 ára og yngri en aðrir greiða 1.500 kr. á mann.

Ljósanæturkveðja,
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur

Skráning hafin, allir í körfu
Karfa: Yngri flokkar | 23. ágúst 2013

Skráning hafin, allir í körfu

Opnað hefur verið fyrir rafræna skráningu iðkenda á keflavik.is/karfan og munu æfingar allra flokka Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hefjast samkvæmt æfingatöflu mánudaginn 2. sept . Fyrir þá sem ...

Ljósanæturmót Geysis dagana 3. - 5. september
Karfa: Konur | 23. ágúst 2013

Ljósanæturmót Geysis dagana 3. - 5. september

Ljósanæturmót Geysis í körfubolta verður haldið dagana 3. - 5. september í TM-Höllinni í Keflavík. Þrjú lið eru skráð til leiks í karlaflokki en það eru lið Keflavíkur, Grindavíkur og ÍR og þá eru tvö lið skráð til leiks í kvennaflokki en það eru Keflavík og Njarðvík. Mótið verður aðeins minna í sniðum en sl. ár þar sem Lengjubikarinn í körfubolta hefst snemma þetta árið.

Ljósanæturmót Geysis dagana 3. - 5. september
Karfa: Karlar | 23. ágúst 2013

Ljósanæturmót Geysis dagana 3. - 5. september

Ljósanæturmót Geysis í körfubolta verður haldið dagana 3. - 5. september í TM-Höllinni í Keflavík. Þrjú lið eru skráð til leiks í karlaflokki en það eru lið Keflavíkur, Grindavíkur og ÍR og þá eru tvö lið skráð til leiks í kvennaflokki en það eru Keflavík og Njarðvík. Mótið verður aðeins minna í sniðum en sl. ár þar sem Lengjubikarinn í körfubolta hefst snemma þetta árið.

Nýtt nafn á íþróttahús Keflavíkur - TM-Höllin
Karfa: Hitt og Þetta | 21. ágúst 2013

Nýtt nafn á íþróttahús Keflavíkur - TM-Höllin

TM undirritaði samstarfssamning við Körfuknattleiksdeild Keflavíkur á dögunum. Samningurinn felur í sér að heimavöllur liðsins að Sunnubraut 34 í Keflavík mun hér eftir bera nafnið TM Höllin, en heimavöllurinn mun bera þetta nafn næstu árin. Samningurinn felur meðal annars í sér samstarf um sölu trygginga en hluti iðgjalds þeirra sem tryggja hjá TM fyrir milligöngu eða vegna ábendinga félagsmanna KKDK rennur beint til KKDK í formi styrks.

Keflavík semur við Porsche
Karfa: Konur | 19. ágúst 2013

Keflavík semur við Porsche

Keflavík hefur samið við bandaríska bakvörðinn Porsche Landry um að leika með liðinu í vetur. Porsche lék með liði Houston Cougars í bandaríska háskólaboltanum, þar sem hún skoraði 16,6 stig og var með um 5 stoðsendingar að meðaltali í leik síðasta árið sitt.

Michael Craion spilar með Keflavík í vetur
Karfa: Karlar | 7. ágúst 2013

Michael Craion spilar með Keflavík í vetur

Keflavík gekk í dag frá samningi við Michael Craion um að hann leiki með liðinu á komandi vetri. Þrátt fyrir að gengi Keflavíkurliðsins hafi ekki verið nógu gott á síðasta tímabili var Michael einn af jákvæðu punktum tímabilsins. Honum óx gríðarlega ásmeginn þegar líða tók á tímabilið og endaði hann með 22 stig, 13 fráköst og 2 stoðsendingar að meðaltali í leik.