Michael Craion spilar með Keflavík í vetur
Keflavík gekk í dag frá samningi við Michael Craion um að hann leiki með liðinu á komandi vetri. Þrátt fyrir að gengi Keflavíkurliðsins hafi ekki verið nógu gott á síðasta tímabili var Michael einn af jákvæðu punktum tímabilsins. Honum óx gríðarlega ásmeginn þegar líða tók á tímabilið og endaði hann með 22 stig, 13 fráköst og 2 stoðsendingar að meðaltali í leik.