Ljósanæturmót Geysis dagana 3. - 5. september
Ljósanæturmót Geysis í körfubolta verður haldið dagana 3. - 5. september í TM-Höllinni í Keflavík. Þrjú lið eru skráð til leiks í karlaflokki en það eru lið Keflavíkur, Grindavíkur og ÍR og þá eru tvö lið skráð til leiks í kvennaflokki en það eru Keflavík og Njarðvík. Mótið verður aðeins minna í sniðum en sl. ár þar sem Lengjubikarinn í körfubolta hefst snemma þetta árið.








