Fréttir

Marín Laufey nýr leikmaður Keflavíkur
Karfa: Konur | 17. apríl 2014

Marín Laufey nýr leikmaður Keflavíkur

Keflavíkurstúlkur hafa fengið gríðarlegan liðsstyrk fyrir næsta tímabil í Domino´s deild kvenna en hin 18 ára Marín Laufey Davíðsdóttir hefur samið við félagið til tveggja ára.

Sandra Lind, Lovísa og Katrín Fríða framlengja
Karfa: Konur | 17. apríl 2014

Sandra Lind, Lovísa og Katrín Fríða framlengja

Við Keflvíkingar höldum áfram að framlengja við stelpurnar í kvennaliðinu og í gær framlengdu þær Sandra Lind Þrastardóttir, Lovísa Falsdóttir og Katrín Fríða Jóhannsdóttir samning sinn við félagið til tveggja ára.

Keflvíkingar Íslandsmeistarar í minibolta drengja
Karfa: Yngri flokkar | 16. apríl 2014

Keflvíkingar Íslandsmeistarar í minibolta drengja

Keflavík varð um liðna helgi Íslandsmeistari í minibolta drengja en lokamótið fór fram í TM-Höllinni. Keflavík sem fór taplaust í gegnum allt tímabilið lék viriklega vel alla helgina og ljóst að þar fer vel þjálfaður og samrýmdur hópur drengja sem spilar flottan liðsbolta.

Sara og Bríet semja til tveggja ára
Karfa: Konur | 15. apríl 2014

Sara og Bríet semja til tveggja ára

Tvíburasysturnar Bríet Sif Hinriksdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir framlengdu í dag samning sinn við körfuknattleiksdeild Keflavíkur til tveggja ára.

Helgi Jónas tekur við Keflavík
Karfa: Karlar | 15. apríl 2014

Helgi Jónas tekur við Keflavík

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur samdi í gærkveldi við Helga Jónas Guðfinnsson um að hann taki að sér þjálfun meistaraflokk karla félagsins. Samningurinn er til tveggja ára.

Ingunn Embla semur til tveggja ára
Karfa: Konur | 15. apríl 2014

Ingunn Embla semur til tveggja ára

Ingunn Embla Kristínardóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Keflavík. Ingunn Embla er ein efnilegasta körfuknattleikskona landsins og átti hún mikinn þátt í velgengni liðsins á tímabilinu 2012-2013 þar sem Keflavík vann alla þá titla sem í boði voru. Á nýliðnu tímabili lék Ingunn ekki með Keflavíkurliðinu þar sem hún var ófrísk af sínu fyrsta barni sem kom í heiminn í upphafi árs.

Andy Johnston leystur undan samningi við Keflavík
Karfa: Konur | 8. apríl 2014

Andy Johnston leystur undan samningi við Keflavík

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur (KKDK) og Andy Johnston, þjálfari karla- og kvennaliðs félagsins, hafa komist að samkomulagi um Andy Johnston verði leystur undan samningi sínum við Keflavík. Samningurinn við Andy var til tveggja ára og voru miklar væntingar gerðar til beggja liða fyrir tímabilið. Segja má að gengið í deildinni hafi verið á pari við væntingar. Bæði lið duttu hins vegar út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, 3-0, og var það árangur sem bæði stjórn KKDK og Andy sjálfur gátu illa sætt sig við. Í kjölfariði hafði Andy Johnston samband við stjórn KKDK með þá ósk að vera leystur undan samningi þar sem hann vildi leyta á önnur mið í Bandaríkjunum auk þess sem hann vildi þakka fyrir það tækifæri sem honum hafði verið veitt af Keflavík. Var það mat stjórnar að það væri heillavænglegasti kosturinn að segja samningnum upp.

Andy Johnston leystur undan samningi við Keflavík
Karfa: Karlar | 8. apríl 2014

Andy Johnston leystur undan samningi við Keflavík

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur (KKDK) og Andy Johnston, þjálfari karla- og kvennaliðs félagsins, hafa komist að samkomulagi um Andy Johnston verði leystur undan samningi sínum við Keflavík. Samningurinn við Andy var til tveggja ára og voru miklar væntingar gerðar til beggja liða fyrir tímabilið. Segja má að gengið í deildinni hafi verið á pari við væntingar. Bæði lið duttu hins vegar út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, 3-0, og var það árangur sem bæði stjórn KKDK og Andy sjálfur gátu illa sætt sig við. Í kjölfariði hafði Andy Johnston samband við stjórn KKDK með þá ósk að vera leystur undan samningi þar sem hann vildi leyta á önnur mið í Bandaríkjunum auk þess sem hann vildi þakka fyrir það tækifæri sem honum hafði verið veitt af Keflavík. Var það mat stjórnar að það væri heillavænglegasti kosturinn að segja samningnum upp.