Andy Johnston leystur undan samningi við Keflavík
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur (KKDK) og Andy Johnston, þjálfari karla- og kvennaliðs félagsins, hafa komist að samkomulagi um Andy Johnston verði leystur undan samningi sínum við Keflavík. Samningurinn við Andy var til tveggja ára og voru miklar væntingar gerðar til beggja liða fyrir tímabilið. Segja má að gengið í deildinni hafi verið á pari við væntingar. Bæði lið duttu hins vegar út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, 3-0, og var það árangur sem bæði stjórn KKDK og Andy sjálfur gátu illa sætt sig við. Í kjölfariði hafði Andy Johnston samband við stjórn KKDK með þá ósk að vera leystur undan samningi þar sem hann vildi leyta á önnur mið í Bandaríkjunum auk þess sem hann vildi þakka fyrir það tækifæri sem honum hafði verið veitt af Keflavík. Var það mat stjórnar að það væri heillavænglegasti kosturinn að segja samningnum upp.