10. flokkur drengja komnir í bikarúrslit
Keflavíkurpiltar léku s.l. föstudag dag á heimavelli gegn sterku liði Snæfells í undanúrslitum Bikarkeppni KKÍ í 10. flokki drengja. Heimamenn höfðu unnið tvo leiki í bikarnum áður en kom að leiknu...
Keflavíkurpiltar léku s.l. föstudag dag á heimavelli gegn sterku liði Snæfells í undanúrslitum Bikarkeppni KKÍ í 10. flokki drengja. Heimamenn höfðu unnið tvo leiki í bikarnum áður en kom að leiknu...
Toppslagur KR og Keflavíkur í Domino´s deild karla fer fram í DHL-höllinni í Vesturbænum í kvöld kl. 19.15. Liðin eru jöfn að stigum í 1. - 2. sæti og má því búast við mikilli skemmtun. KR sigraði í leik þessarra liða í fyrri umferðinni og því eiga Keflvíkingar harma að hefna.
Keflavík mætir KR í toppslag Domino´s deildarinnar á mánudaginn í DHL höll þeirra Vesturbæinga. Leikmenn Keflavíkur eru orðnir spenntir fyrir leiknum en að sögn Vals Orra Valssonar leggst leikurinn vel í menn. Valur hefur spilað vel í jöfnu Keflavíkurliði í vetur en hann er með 8 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar að meðaltali í leik það sem af er. Heimasíða Keflavíkur heyrði í honum hljóðið og spurði hann út í komandi leik við KR.
Hún er farin að styttast verulega biðin eftir toppslag Domino´s deildar karla en á mánudaginn mætast KR og Keflavík í DHL höllinni kl. 19.15. Liðin eru jöfn að stigum en þar sem KR hafði betur í fyrri leik liðanna í TM-Höllinni eru þeir í 1. sæti og Keflavík í 2. sæti. Mikilvægi leiksins er því gríðarlegt og má búast við fullu húsi og frábærri stemmningu.
Bakvörðurinn Guðmundur Jónsson framlengdi í dag samning sinn við Keflavík og mun hann leika með liðinu út þetta tímabil og næstu tvö tímabil eftir það. Guðmundur hefur verið gríðarlega öflugur í liði Keflavíkur það sem af er vetri en liðið situr á toppi deildarinnar ásamt KR þegar 16 leikjum er lokið.
Keflavík sigraði Grindavík 73:59 í TM-höllinni í kvöld í Domino´s deild kvenna. Keflavík leiddi nær allan leikinn og segja má að sigurinn hafi aldrei verið í hættu. Bryndís Guðmundsdóttir varð fyrir því óláni að fara úr lið á þumalfingri og má búast við að hún verði frá í amk viku.
Vegna óviðráðanlegra ástæðna frestast aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, sem fram átti að fara í kvöld, til fimmtudagsins 6. febrúar nk. Hefst hann kl. 20.00 í félagsheimili Keflavíkur á 2. hæð TM-Hallarinnar við Sunnubraut. Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf.
Í dag var dregið í jóla- og áramótahappdrætti KKDK hjá Sýslumanninum í Keflavík. Fjölmargir flottir vinningar voru í boði, s.s. Iphone 4s frá Vodafone, ferðaávísun frá Mastercard o.fl. Vinningsnúmerin birtast hér að neðan en þeim vinningshöfum er bent á að hafa samband í síma 869-1926 eða saevar03@gmail.com þegar kemur að því að vitja vinninganna.