Fréttir

Karfan er byrjuð að rúlla
Körfubolti | 8. september 2022

Karfan er byrjuð að rúlla

Opnað hefur verið fyrir skráningu í körfubolta hjá Keflavík tímabilið 2022-23 í Sportabler. Allir iðkendur hjá Keflavík þurfa að vera skráðir í Sportabler og er það forsenda þess að þeir megi æfa o...

Katla Rún framlengir
Karfa: Konur | 22. ágúst 2022

Katla Rún framlengir

Katla Rún Garðarsdóttir, fyrirliði Keflavíkurstúlkna, hefur framlengt samning sinn við körfuknattleiksdeild Keflavíkur til tveggja ára. Katla Rún, sem er uppalin Keflavíkurmær, hefur verið lykilleikmaður í liði Keflavíkur undanfarin ár en hún þykir með betri varnarmönnum deildarinnar. Katla Rún skoraði 6 stig og gaf 3 stoðsendingar að meðaltali í leik á sl tímabili.

Gunnar Einarsson ráðinn styrktarþjálfari mfl karla
Karfa: Karlar | 22. ágúst 2022

Gunnar Einarsson ráðinn styrktarþjálfari mfl karla

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur gert samning við Gunnar Einarsson um styrktarþjálfun meistaraflokks karla í vetur. Þegar hafði verið gengið frá ráðningu Hafdísar Ýr Óskarsdóttur fyrir meistaraflokk kvenna.

Ólafur Styrmisson til Keflavíkur
Karfa: Karlar | 7. júní 2022

Ólafur Styrmisson til Keflavíkur

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við unglingalandsliðsmanninn Ólaf Inga Styrmisson um að leika með liðinu næstu tvö árin.
Mikil ánægja er innan herbúða Keflavíkur með að Ólafur Ingi hafi ákveðið að taka slaginn með Keflavík. Þrátt fyrir ungan aldur gera þjálfarar Keflvíkinga væntingar til þess að Ólafur Ingi muni strax gera atlögu að mínútum með liðinu þó auðvitað sé stökkið milli 1. deildar og úrvalsdeildar talsvert.

Sverrir Þór aðstoðar Hjalta
Karfa: Karlar | 2. júní 2022

Sverrir Þór aðstoðar Hjalta

Keflvíkingurinn Sverrir Þór Sverrisson hefur snúið heim og mun verða Hjalta Vilhjálmssyni til aðstoðar með karlalið Keflavíkur í vetur. Sverri er óþarfi að kynna enda hefur hann gert garðinn frægan sem leikmaður og þjálfari og unnið allt sem hægt er að vinna í íslenskum körfubolta.

Birna Valgerður snýr heim
Karfa: Konur | 30. maí 2022

Birna Valgerður snýr heim

Miðherjinn Birna Valgerður Benónýsdóttir hefur snúið aftur heim til Íslands og mun taka slaginn með Keflavíkurstúlkum í Subway deild kvenna á næsta tímabili. Birna gerði tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Keflavíkur. Birna Valgerður hefur leikið í bandaríska háskólaboltanum frá haustinu 2019.

Okeke spenntur fyrir komandi tímum
Karfa: Karlar | 23. maí 2022

Okeke spenntur fyrir komandi tímum

Líkt og kom fram í fréttum í apríl mun miðherjinn David Albright Okeke leika áfram með karlaliði Keflavíkur í körfubolta á næsta tímabili. Okeke meiddist illa á hásin fyrir áramót og spilaði þar að leiðandi ekkert með liðinu eftir áramót. Í þeim níu leikjum sem Okeke spilaði skoraði hann um 20 stig og tók 11 fráköst að meðaltali í leik. Það er ljóst að um gríðarlega mikilvægt púsl er að ræða enda var Okeke einn besti leikmaður deildarinnar áður en hann meiddist og Keflvíkingar í toppsæti deildarinnar.