Sverrir Þór aðstoðar Hjalta
Keflvíkingurinn Sverrir Þór Sverrisson hefur snúið heim og mun verða Hjalta Vilhjálmssyni til aðstoðar með karlalið Keflavíkur í vetur. Sverri er óþarfi að kynna enda hefur hann gert garðinn frægan sem leikmaður og þjálfari og unnið allt sem hægt er að vinna í íslenskum körfubolta.