Fréttir

Skvísukvöld á föstudag
Karfa: Konur | 12. mars 2014

Skvísukvöld á föstudag

Undanfarna mánuði hefur kvennaráð körfuknattleiksdeildar Keflavíkur undirbúið svokallað Skvízukvöld sem haldið verður föstudaginn 14. mars nk. í TM-Höllinni.

5 flokkar frá Keflavík leika í úrslitum um helgina
Karfa: Yngri flokkar | 8. mars 2014

5 flokkar frá Keflavík leika í úrslitum um helgina

Mikil körfuboltaveisla fer fram um helgina þegar Bikarúrslit yngri flokka fara fram í Grindavík. Ekkert félag á fleiri lið í úrslitum þessa bikarhelgi en Keflavík sem á lið í 5 úrslitaleikjum af 8 ...

Magnús Þór í eins leiks bann og Keflavík sektað vegna framkomu áhorfenda
Karfa: Hitt og Þetta | 5. mars 2014

Magnús Þór í eins leiks bann og Keflavík sektað vegna framkomu áhorfenda

Í dag voru Keflvíkingum birtir tveir úrskurðir aga- og úrskurðarnefndar er tengdust félaginu. Annars vegar var Magnús Þór Gunnarsson dæmdur í eins leiks bann fyrir olnbogaskot í leik KR og Keflavíkur í Domino´s deildinni og hins vegar var félagið dæmt til að greiða 25.000 kr. í sekt vegna heimskulegrar hegðunar áhorfenda í garð dómara eftir leik Keflavíkur og Hauka í Domino´s deild kvenna á dögunum.

Magnús Þór í eins leiks bann og Keflavík sektað vegna framkomu áhorfenda
Karfa: Karlar | 5. mars 2014

Magnús Þór í eins leiks bann og Keflavík sektað vegna framkomu áhorfenda

Í dag voru Keflvíkingum birtir tveir úrskurðir aga- og úrskurðarnefndar er tengdust félaginu. Annars vegar var Magnús Þór Gunnarsson dæmdur í eins leiks bann fyrir olnbogaskot í leik KR og Keflavíkur í Domino´s deildinni og hins vegar var félagið dæmt til að greiða 25.000 kr. í sekt vegna heimskulegrar hegðunar áhorfenda í garð dómara eftir leik Keflavíkur og Hauka í Domino´s deild kvenna á dögunum.

Keflvíkingar áfram í bikarkeppni unglingaflokks
Karfa: Karlar | 26. febrúar 2014

Keflvíkingar áfram í bikarkeppni unglingaflokks

Keflavík sigraði Tindastól í gær 84-81 í bikarkeppni unglingaflokks drengja en liðin mættust á Sauðárkróki. Um var að ræða annan leik þessara liða í sömu umferð en endurtaka þurfti fyrri leikinn þar sem KKÍ fylgdi ekki reglum er varðaði uppröðun dómara á leikinn.

Yfirlýsing frá Magnúsi Þór Gunnarssyni, fyrirliða Keflavíkur
Karfa: Karlar | 25. febrúar 2014

Yfirlýsing frá Magnúsi Þór Gunnarssyni, fyrirliða Keflavíkur

Í leik toppslag KR og Keflavíkur í Domino´s deildinni í gær átti sér stað atvik í seinni hálfleik þar sem undirritaður rak olnbogann í andlit Brynjars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið. Það er ljóst að ég fór mjög ógætilega að því að losa mig frá Brynjari og vill ég nota tækifærið og biðja Brynjar og KR-inga innilegrar afsökunar á þessu. Komi til þess að ég verði dæmdur í bann vegna atviksins mun ég taka því, læra af þessu og mæta svo tvíefldur til leiks til að aðstoða félaga mína vinna 10. Íslandsmeistaratitilinn í sögu Keflavíkur.