Fréttir

KKDK óskar eftir hjálp stuðningsmanna
Karfa: Hitt og Þetta | 17. september 2013

KKDK óskar eftir hjálp stuðningsmanna

Kæru stuðningsmenn og konur,

KKDK óskar eftir hjálp frá stuðningsmönnum félagsins við að gera vistarverur erlendra leikmanna félagsins eins góðar og kostur er. Nú leitum við til ykkar sem eigið fullar geymslur og óskum eftir eftirfarandi aðbúnaði fyrir leikmenn okkar:

Keflavík mætir Val í kvöld í Vodafone höllinni
Karfa: Karlar | 17. september 2013

Keflavík mætir Val í kvöld í Vodafone höllinni

Í kvöld kl. 19.30 munu strákarnir í Keflavík mæta liði Vals í Lengjubikarnum en leilkurinn fer fram í Vodafonehöllinni. Fyrri leik liðanna lauk með sigri Keflavíkur og eiga heimamenn því harma að hefna. Keflvíkingar eru hvattir til að líta við í höfuðborginni og styðja sitt lið.

Nýtt tímabil   -- spennandi tímar framundan
Körfubolti | 12. september 2013

Nýtt tímabil -- spennandi tímar framundan

Nú styttist óðum í körfuboltavertíðina - okkur Keflvíkingum til mikillar hamingju eftir heldur magurt fótboltasumar. Karla- og kvennalið félagsins hafa gengið í gegnum nokkrar breytingar frá því í vor en þar ber hæst að nefna að nýr kafteinn er í brúnni þar sem Bandaríkjamaðurinn Andy Johnston mun stýra báðum liðum, en honum til halds og trausts verður Gunnar Hafsteinn Stefánsson sem mun aðstoða með karlaliðið og Rannveig Randversdóttir kvennaliðið

Hefur þú áhuga á því að sitja niðri á leikjum Keflavíkur í vetur?
Karfa: Hitt og Þetta | 12. september 2013

Hefur þú áhuga á því að sitja niðri á leikjum Keflavíkur í vetur?

Nú styttist í að tímabilið í Domino´s deild karla og kvenna hefjist og því viljum við vekja athygli ykkar á stuðningsmannaklúbb Keflavíkur, "Hraðlestinni". Þeir sem hafa áhuga á því að gerast meðlimir kíkið endilega á þær upplýsingar sem koma fram hér að neðan og hafið samband. Gerum þennan vetur ógleymanlegan í sameiningu!

Tap gegn Grindavík
Karfa: Konur | 11. september 2013

Tap gegn Grindavík

Keflavíkurstúlkur töpuðu í kvöld öðrum leik sínum í röð í Lengjubikarnum er þær biðu lægri hlut gegn Grindavík á útivelli í spennandi leik, 82-76. Það voru fyrrum leikmenn Keflavíkur þær Pálína Gunnlaugsdóttir og María Ben Erlingsdóttir sem reyndust Keflavíkurstúlkum erfiðar en þær skoruðu 47 stig heimastúlkna.

Keflavíkurstúlkur halda í Grindavík í kvöld
Karfa: Konur | 11. september 2013

Keflavíkurstúlkur halda í Grindavík í kvöld

Keflavíkurstúlkur mæta grönnum sínum í Grindavík í kvöld kl. 19.15 en leikurinn fer fram í Röstinni í Grindavík. Keflavíkurstúlkur töpuðu fyrsta leik sínum í keppninni gegn Val og þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld.

Keflvíkingar taka þátt í sterku móti í Svíþjóð næstu helgi
Karfa: Karlar | 9. september 2013

Keflvíkingar taka þátt í sterku móti í Svíþjóð næstu helgi

Karlalið Keflavíkur mun halda til Uppsala í Svíþjóð um næstu helgi þar sem liðið mun leika í gríðarlega sterku fjögurra liða móti sem ber nafnið "SEB USIF ARENA NORDIC CUP". Liðin í mótinu eru ásamt Keflavík, heimamenn í Uppsala Basket, finnska liðið Nilan Bisons og Íslendingaliðið Sundsvall Dragons en með því liði leika landsliðsmennirnir Jakob Örn Sigurðsson, Hlynur Bæringsson og Ægir Þór Steinarsson.

Sigur gegn Tindastól í fyrsta leik Lengjubikars
Karfa: Karlar | 9. september 2013

Sigur gegn Tindastól í fyrsta leik Lengjubikars

Keflvíkingar fóru með 97:74 sigur í TM-höllinni í kvöld þegar þeir fengu Tindastól í heimsókn í Lengjubikarnum. Leikurinn var ágætis skemmtun og bæði að hrista af sér sumarið og koma sér í gírinn fyrir átökin í vetur. Keflvíkingar leiddu með 7 stigum í hálfleik en í þeim þriðja þá tóku þeir gott áhlaup og komust í 20 stiga forystu sem Stólarnir náðu aldrei að brúa.