Fréttir

Þröstur Leó semur til þriggja ára
Karfa: Karlar | 22. maí 2013

Þröstur Leó semur til þriggja ára

Þröstur Leó Jóhannsson skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við Keflavík. Þröst ættu allir Keflvíkingar að þekkja en hann lék með liðinu upp alla yngri flokka ásamt því að spila með meistaraflokki félagsins allt þar til hann ákvað að söðla um fyrir tveimur árum og leika með Tindastól.

Andy Johnston þjálfar Keflavík næstu tvö árin
Karfa: Karlar | 22. maí 2013

Andy Johnston þjálfar Keflavík næstu tvö árin

Keflavík hefur gengið frá samningi við Andy Johnston um að þjálfa karla- og kvennalið félagsins næstu tvö árin. Andy er 48 ára Bandaríkjamaður sem hefur mikla reynslu sem þjálfari en síðastliðin fimm ár hefur hann verið aðstoðarþjálfari hjá St. Francis College í NCAA í Bandaríkjunum. Tímabilið 2007-2008 þjálfaði hann lið PUHU í 1. deildinni í Finnlandi við góðan orðstír en vegna fjárhagsörðugleika hélt hann ekki áfram með liðið. Fram að tímabilinu í Finnlandi þjálfaði hann hjá hinum ýmsu háskólum í Bandaríkjunum.

Andy Johnston þjálfar Keflavík næstu tvö árin
Karfa: Konur | 22. maí 2013

Andy Johnston þjálfar Keflavík næstu tvö árin

Keflavík hefur gengið frá samningi við Andy Johnston um að þjálfa karla- og kvennalið félagsins næstu tvö árin. Andy er 48 ára Bandaríkjamaður sem hefur mikla reynslu sem þjálfari en síðastliðin fimm ár hefur hann verið aðstoðarþjálfari hjá St. Francis College í NCAA í Bandaríkjunum. Tímabilið 2007-2008 þjálfaði hann lið PUHU í 1. deildinni í Finnlandi við góðan orðstír en vegna fjárhagsörðugleika hélt hann ekki áfram með liðið. Fram að tímabilinu í Finnlandi þjálfaði hann hjá hinum ýmsu háskólum í Bandaríkjunum.

Ingunn, Sara, Bryndís, Pálína og Magnús í landsliðið
Karfa: Konur | 22. maí 2013

Ingunn, Sara, Bryndís, Pálína og Magnús í landsliðið

Þjálfarar A-landsliðanna í körfubolta hafa valið þá 12 leikmenn sem munu leika fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum sem hefjast í 26. maí næstkomandi og fara fram í Lúxemborg. Keflvíkingar eiga fimm fulltrúa sem verða með í för. Þetta eru þær Sara Rún Hinriksdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir hjá kvennaliðinu og Magnús Þór Gunnarsson hjá körlunum.

Ingunn, Sara, Bryndís, Pálína og Magnús í landsliðið
Karfa: Karlar | 22. maí 2013

Ingunn, Sara, Bryndís, Pálína og Magnús í landsliðið

Þjálfarar A-landsliðanna í körfubolta hafa valið þá 12 leikmenn sem munu leika fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum sem hefjast í 26. maí næstkomandi og fara fram í Lúxemborg. Keflvíkingar eiga fimm fulltrúa sem verða með í för. Þetta eru þær Sara Rún Hinriksdóttir, Pálína Gunnlaugsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir hjá kvennaliðinu og Magnús Þór Gunnarsson hjá körlunum.

Ingunn Embla framlengir
Karfa: Konur | 18. maí 2013

Ingunn Embla framlengir

Keflvíkingar framlengdu í dag samningi við hina bráðefnilegu Ingunni Emblu Krístínardóttur sem lék stórvel í hlutverki leikstjórnanda hjá Keflavíkurstúlkum í vetur. Ingunn Embla sem átti frábært tímabil með bikar-, deildar- og Íslandsmeisturunum í vetur er aðeins 18 ára og á því sannarlega framtíðina fyrir sér en stúlkan var á dögunum valin efnilegasti leikmaður Keflavíkurstúlkna í vetur.

Stelpubúðir KKÍ og Domino´s í Toyotahöllinni á laugardag
Karfa: Konur | 16. maí 2013

Stelpubúðir KKÍ og Domino´s í Toyotahöllinni á laugardag

Næsta laugardag munu KKÍ og Domino´s standa að stelpubúðum fyrir 10 ára og eldri en stelpurnar munu þá æfa með íslenska landsliðinu. Æfingin fer fram í Toyota-höllinni í Keflavík næsta laugardag kl. 10:00.