Fréttir

Lokahóf Keflavíkur í kvöld
Karfa: Hitt og Þetta | 3. maí 2013

Lokahóf Keflavíkur í kvöld

Keflvíkingar halda lokahóf sitt í kvöld í félagsheimili Keflavíkur í Toyotahöllinni. Dagskrá kvöldsins verður með hefðbundnu sniði en auk verðlaunaafhendingar verða sýnd atriði frá meistaraflokkum félagsins ásamt því að Valdimar Guðmundsson og Björgvin Ívar Baldursson munu leika nokkur lög.

Keflavíkurstúlkur Íslandsmeistarar 2013
Karfa: Konur | 3. maí 2013

Keflavíkurstúlkur Íslandsmeistarar 2013

Keflavík er Íslandsmeistari í Domino’s deild kvenna eftir sigur gegn KR í kvöld, 70-82. Keflavík vann þar með úrslitaeinvígið 3-1. Leikurinn var jafn og spennandi lengst af en Keflavík seig fram úr á lokasprettinum og vann frábæran sigur. Þetta er í fimmtánda sinn sem Keflavík hampar Íslandsmeistaratitlinum en liðið varð líka Bikarmeistari og deildarmeistari. Ótrúleg sigurganga liðsins sem virðist hreinlega aldrei ætla að stoppa.

Keflavíkurstúlkur geta tryggt sér titilinn í kvöld - Stutt viðtal við Pálínu
Karfa: Konur | 29. apríl 2013

Keflavíkurstúlkur geta tryggt sér titilinn í kvöld - Stutt viðtal við Pálínu

Keflavíkurstúlkur halda í Vesturbæinn í kvöld þar sem þær leika gegn heimastúlkum í KR í úrslitaviðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn hefst kl. 19.15. Með sigri tryggja Keflavíkurstúlkur sér titilinn en sigri KR mun þurfa oddaleik á heimavelli Keflavíkur svo hægt verði að krýna nýja Íslandsmeistara.

Fjölskipuð körfuboltadagskrá alla helgina
Karfa: Yngri flokkar | 27. apríl 2013

Fjölskipuð körfuboltadagskrá alla helgina

Þessa helgina er stútfull körfuboltadagskrá og hæst ber seinni úrslitahelgi Íslandsmóts yngri flokka, en þá verða leiknir fimm úrslitaleikir um Íslandsmeistaratitil sem allir fara fram í DHL höllin...

Þriðji leikur Keflavíkur og KR í kvöld - Grillum okkur í gang í góða veðrinu
Karfa: Konur | 26. apríl 2013

Þriðji leikur Keflavíkur og KR í kvöld - Grillum okkur í gang í góða veðrinu

Keflavíkurstúlkur taka á móti KR í þriðja leik úrslitaseríu Domino´s deildar kvenna í Toyotahöllinni í kvöld en leikurinn hefst kl. 19.15. Einvígið er jafnt, 1-1, og mikilvægt að sigurinn í kvöld falli Keflavíkurmegin. Grillin verða sett í gang um kl. 17.30 og fylgir gos og meðlæti með. Um að gera er fyrir fólk að mæta snemma en hamborgararnir hafa verið gríðarlega vinsælir undanfarið og er það mál manna að þar sé einstökum grillhæfileikum Ólafs Ásmundssonar helst að þakka. Svo góðir eru hamborgararnir að önnur lið eru þegar farin að bera víurnar í Ólaf, sem neitað hefur öllum gylliboðum. Þá verða bekkirnir sem eru í efri stúku settir niður en slíkt skapaði mikla stemmningu í oddaleik Keflavíkur og Vals í 4-liða úrslitum.

Keflavíkurstúlkur halda í Vesturbæinn í kvöld
Karfa: Konur | 24. apríl 2013

Keflavíkurstúlkur halda í Vesturbæinn í kvöld

Í kvöld fer fram 2. leikur Keflavíkur og KR í úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í Domino´s deild kvenna. Hefst leikurinn kl. 19.15 á heimavelli KR-stúlkna í DHL-höllinni. Með sigri geta Keflavíkurstúlkur komist í 2-0 og því ljóst að um gríðarlega mikilvægan leik er að ræða. Eru allir Keflvíkingar hvattir til að kíkja á leikinn og gera sér glaðan dag enda um frábært einvígi tveggja bestu liða landsins að ræða. Eitt er víst að stúlkurnar gefa strákunum ekki tommu eftir og aðdáunarvert að fylgjast með dugnaði og metnaði þessarra stúlkna. Þær eiga því stuðning ykkar skilinn!