Lokahóf Keflavíkur í kvöld
Keflvíkingar halda lokahóf sitt í kvöld í félagsheimili Keflavíkur í Toyotahöllinni. Dagskrá kvöldsins verður með hefðbundnu sniði en auk verðlaunaafhendingar verða sýnd atriði frá meistaraflokkum félagsins ásamt því að Valdimar Guðmundsson og Björgvin Ívar Baldursson munu leika nokkur lög.








