Keflavíkurstúlkur nálgast deildarmeistaratitilinn - Stutt viðtal við Ingunni Emblu Kristínardóttur
Keflavíkurstúlkur styrktu stöðu sína á toppi Domino´s deildarinnar með fræknum útisigri á Snæfell, 66-75, á laugardag. Viku áður höfðu þær farið í gegnum Snæfell á leið sinni í bikarúrslitaleik en Keflavík hefur nú sigrað alla fjóra leiki liðanna frá því þær lutu í lægra grasi í leiknum um meistara meistaranna. Keflavíkurstúlkur hafa nú sex stiga forskot á toppi deildarinnar og má segja að þær séu komnar með aðra höndina á deildarmeistaratitilinn og um leið heimaleikjaréttinn. Allt getur þó gerst enn.