Fréttir

Keflvíkingar leita af virkum penna
Karfa: Hitt og Þetta | 23. janúar 2013

Keflvíkingar leita af virkum penna

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur óskar eftir áhugasömum einstaklingum, á öllum aldri, til að skrifa fréttir og taka viðtöl við leikmenn fyrir heimasíðu deildarinnar. Þá gæti umræddur einstaklingur haft öluvert sjálfstæði í vali á efni inn á heimasíðuna, umfram það sem myndi flokkast undir hefðbundið efni. Hvetjum við sérstaklega stúlkur til að ganga til liðs við okkur svo auka megi vægi frétta af Keflavíkurstúlkum, bæði þeim yngri og þeim eldri.

Aðalfundur KKDK miðvikudaginn 30. janúar 2013
Karfa: Hitt og Þetta | 23. janúar 2013

Aðalfundur KKDK miðvikudaginn 30. janúar 2013

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur verður haldinn miðvikudaginn 30. janúar nk. kl. 20.30 í félagsheimili Keflavíkur á 2. hæð Toyotahallarinnar við Sunnubraut. Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf en sérstaklega er bent á að frestur til að skila inn framboði til formanns rennur út á miðnætti föstudaginn 25. janúar.

Æft á fullu fyrir Nettómótið
Karfa: Unglingaráð | 21. janúar 2013

Æft á fullu fyrir Nettómótið

Keflavik.is leit við á æfingu í dag í Heiðarskóla hjá stelpunum í 1. og 2. bekk í körfu. Þjálfari þeirra er Helena Jónsdóttir en um 20 stúlkur voru mættar á æfingu. Stelpurnar voru einbeittar við a...

Hefur þú áhuga á því að kaupa tvískiptan Keflavíkurbúning?
Karfa: Hitt og Þetta | 21. janúar 2013

Hefur þú áhuga á því að kaupa tvískiptan Keflavíkurbúning?

Stuðningsmönnum Keflavíkur býðst nú tækifæri á að fjárfesta í tvískiptum Keflavíkurbúning frá Henson. Annar helmingur búningsins er hvítur en hinn blár og þannig er heima- og útivallarbúningurinn sameinaður í einum. Fáist fleiri en 20 manns til að kaupa umræddan búning mun Henson slá verulega af verðinu og selja stykkið á aðeins 5000 kr.!