Nágrannaslagur í Domino´s deild kvenna í kvöld
Keflavíkurstúlkur taka á móti grönnum sínum úr Njarðvík í Domino´s deildinni í kvöld. Leikurinn fer fram í Toyotahöllinni kl. 19.15.
Keflavíkurstúlkur taka á móti grönnum sínum úr Njarðvík í Domino´s deildinni í kvöld. Leikurinn fer fram í Toyotahöllinni kl. 19.15.
Keflavik.is leit við á æfingu í dag í Heiðarskóla hjá stelpunum í 1. og 2. bekk í körfu. Þjálfari þeirra er Helena Jónsdóttir en um 20 stúlkur voru mættar á æfingu. Stelpurnar voru einbeittar við a...
Rúnar Már Sigurvinsson hafði heppnina með sér í jólahappdrætti Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur á dögunum en kappinn vann glæsilegan Iphone 4s frá Vodafone.
Undanúrslitaleikur Keflavíkur og Grindavíkur í Powerade-bikar karla fer fram í Toyotahöllinni sunnudaginn 27. janúar nk. Leikurinn hefst kl. 15.00 og verður í beinni útsendingu á RÚV.
Undanúrslitaleikur Keflavíkur og Grindavíkur í Powerade-bikar karla fer fram í Toyotahöllinni sunnudaginn 27. janúar nk. Leikurinn hefst kl. 15.00 og verður í beinni útsendingu á RÚV.
Stuðningsmönnum Keflavíkur býðst nú tækifæri á að fjárfesta í tvískiptum Keflavíkurbúning frá Henson. Annar helmingur búningsins er hvítur en hinn blár og þannig er heima- og útivallarbúningurinn sameinaður í einum. Fáist fleiri en 20 manns til að kaupa umræddan búning mun Henson slá verulega af verðinu og selja stykkið á aðeins 5000 kr.!
Stjörnuleikur KKÍ var haldinn í gær þar sem Domino´s liðið vann Icelandair liðið 148 - 122. Líkt og oft í þessum leikjum fór lítið fyrir varnarleik en þeim mun meira fyrir troðslum og þriggjastiga skotum. Samhliða leiknum var haldin þriggjastigakeppni og troðslukeppni. Við Keflvíkingar áttum að sjálfsögðu okkar menn í báðum keppnum, Magnús Þór Gunnarsson í þriggjastigakeppninni og Billy Baptist í troðslukeppninni. Fór það svo að báðir fóru með sigur af hólmi.
Það verður sannkallaður stórslagur í 4-liða úrslitum Poweradebikarins þegar Keflvíkingar fá granna sína úr Grindavík í heimsókn í karlaflokki. Þá fengu stelpurnar útileik gegn Snæfell.